Horfum alltaf fram á vegin það liðna er búið .
Góðan daginn.
Ég er svo oft spurð og fæ svo mörg skilaboð um hvernig ég hafi farið að .
Missa öll þessi kíló og verið ennþá með þetta á heilanum :)
Að hafa alltaf ný markmið.
Ég held að kílóin hafi farið með því að sættast við sjálfan mig.
Sættast við það liðna fyrirgefa sjáfri mér og öðrum .
Henda öllum biturleika burt.
Hætta að efast um sjálfan mig.
Trúa á það sem mér finnst skipta máli.
Sjá fegurðina í lífinu og halda í það ekki einblína á það ljóta og erfiða.
Hrósa sjálfum sér :)
Setja sér lítil markmið.
Vinna að markmiðum og verðlauna sjálfan sig
Ég hafði alltaf svo lítið sjálfsmat.
Varð fyrir kynferðislegri misnotkun sem barn og það braut niður barnið og spegilmyndin varð í molum.
Fékk ranga sýn á lífið.
Treysti ekki neinum og og kunni ekki að sættast við sjáfan mig.
Í þá daga þegar að ég var lítil stúlka voru svona hryðjuverk ekki rædd.
Og ég er nýfarin að sætta mig við að þetta hafi komið fyrir mig og þetta hafi ekki verið litlu stúlkunni mér að kenna.
Ég fitnaði hratt á þessu tímabili.
Notaði mat til að hugga mig.
Notaði mat því ég var hrædd og fékk huggun úr matnum.
Gat ekki rætt þetta við neinn.
Og fann skjól í að troða mig út og verða feit.
Þetta er ekki auðvelt umræðu efni og ég ætlaði aldrei að fara með þetta lengra en til minna nánustu.
En þetta er ekki feluleikur sem má troða niður og þagga.
Það sem ég er líka að reyna segja að oft er ástæða fyrir því að við missum tökin og verðum tugi kílóa of þung.
Borða til að bæla niður tilfinningar.
Engin ætlar sér að verða 50 kílóum of þungur.
Því það er ofbeldi á sjálfan sig og engin vill gera sjáfum sér eða neinum öðrum þann miska.
En að sættast við sjalfan sig.
Taka ábyrgð og standa með sjálfum sér.
Eiga sér markmið.
Sættast við fortíðina hún er líðin.
Framtíðin getur bara verið björt :)
Horfum fram á vegin.
Aldrei horfa til baka og rúlla niður hlíðina í gamla drullupolla.
Lífið er núna svo njóttu hvers augnabliks :)
Brostu til náungans og vittu til þá ertu búin að gera einhverjum það besta sem hann upplifir þann daginn :)
Eigið góðan dag .