Fara í efni

Bláalónsþrautin 2013 - Blue lagoon Challenge 2013 - 60 KM

Bláa Lónið
Bláa Lónið
  • Blue lagoon Challenge 2013 - 60 KM

    Tegund: MTB
  • Skipuleggjandi: HFR
  • Vegalengd: 60.0 km.
  • Dagsetning: 08/júní/2013
  • Tími: 15:00
  • Netskráningargjald: 5000
  • Skráningargjald: 5000
  • Skráning hefst: 17/febrúar/2013 22:58
  • Skráningu lýkur: 01/júní/2013 23:59

Afhending rásnúmera og ræsing:
Ásvallalaug 
(Hafnarfirði) 8. júní 2013 frá kl. 13:00 - 14:30.
Ræsing fyrir 60 km leið er kl. 15:00 frá Ásvallalaug. 

Hópurinn hjólar saman undir lögreglufylgd austur að Kaldárselsvegi þar sem tímataka hefst.  

 

Skráning
Forskráningu lýkur 2.júní. Þeir sem nýta sér hana, geta sótt keppnisgögn í Örninn (skeifunni 11d) frá 1. til 7.júní. Dagana 1.-6.júní hækkar skráningagjald í 5500, og einungis er hægt að sækja keppnisgögn í Ásvallalaug á keppnisdag 8. júní. Fjöldi þátttakenda takmarkast við 600 manns. Við hvetjum fólk til að nýta sér forskráninguna og komast þannig hjá óþarfa örtröð á keppnisdegi. Ekki verður hægt að skrá sig á mótsstað. 

Innifalið í skráningargjaldi er aðgangur að Bláa Lóninu eftir keppnina (kr.4950). Einnig er létt máltíð eftir keppnina innifalin í skráningagjaldi.

 

Flokkar
60 km karlar og konur: 16-18, 19-29, 30-39, 40-49, 50+

Liðakeppni

Liðakeppnin er á  60 km leiðinni.
3-5 í liði, 3 bestu tímar gilda. Að a.m.k. 3 þurfa að klára keppni til að liðið fái tíma skráða.  
Öll lið eru leyfileg, allur aldur og bæði kyn, fjölskyldur, fyrirtæki o.s.frv. 

Firmakeppni
Liðakeppnin er á  60 km leiðinni.
3-5 í liði, 3 bestu tímar gilda. Að a.m.k. 3 þurfa að klára keppni til að liðið fái tíma skráða.  Hugmyndin er að fyrirtæki taki sig saman og keppi sem eitt lið.

 

Verðlaun
Verðlaun fyrir 1.-3. sæti í hverjum flokki á 60 km leið. 

 

Bláa Lónið kostar öll verðlaun.

 

Verðlaunaafhending verður kl 19:00 við Bláa lónið

Drykkjastöð
Tvær drykkjarstöðvar, önnur við gatnamót Djúpavatns- og Ísólfskálavegar. Síðari er við endamark.
Súpa og léttmeti handa öllum keppendum í keppnistjaldi á bílastæði að lokinni keppni.

Flutningur til Ásvallalaugar eftir keppnina

Hjólin: með sendibíl. Panta þarf flutning fyrirfram þegar skráningargögn eru sótt.
Keppendur: Áætlunarrúta á vegum Þingvallaleiða (1000 kr. ekki innifalið í skráningagjaldinu). Ath. Breytingar sem kunna að verða á áætlun, eru ekki á ábyrgð mótshaldara.

Ýmislegt
Keppnin er opin öllum 15 ára og eldri.
Hjálmaskylda er og eru keppendur á eigin ábyrgð í keppninni. 
Vegurinn er opinn almennri umferð, keppendur eru beðnir að hjóla eftir umferðareglum.
Drykkjarstöð við Ísólfskálaveg er opin til kl. 17:00. Tímataka við markið hættir kl. 20:00.