Bláberja chia parfait með tahini granola
Afar bragðgott og saðsamt að auki.
Fullt af andoxunarefnum sem koma úr bláberjunum.
Uppskrift er fyrir einn. Einfalt er að margfalda uppskrift.
Hráefni:
Bláberja chia parfait
½ bolli af kasjúhnetum – leggja í bleyti
¼ bolli + 2 msk af kókósmjólk
1,5 msk af chia fræjum
3-4 msk af frosnum bláberjum – má líka nota fersk
1,5 msk af sítrónusafa
2 tsk af maple sýrópi
Til skreytingar: bláber og thahini granola
Leiðbeiningar:
Undirbúningur fyrir bláberja chia parfait: Setjið kasjúhnetur í volgt vatn í 2-4 klukkutíma, notið krukku eða skál og hyljið hneturnar alveg með vatninu.
Þegar hnetur eru tilbúnar, hellið þá vatni af þeim og hreinsið þær almennilega.
Setjið nú allt parifait hráefni í blandarann á mesta hraðann og látið blandast þar til allt er mjúkt og dásamlegt.
Skiptið þessari blöndu í tvennt, setjið helming inn í ísskáp í 10 mínútur eða yfir nótt. Setjið hinn helminginn í skál og blandið saman við 2 msk af bláberjum.
Setjið nú þennan helminn með berjunum inn í ísskáp í 10 mínútur eða yfir nótt.
Parifait sett í krukkuna í lögum: takið fyrri helminginn og hrærið hann með skeið og bætið í þeirri mjólk sem þið notið ef þess þarf. Setið helminn af þessari blöndu í krukku og bætið muldu granola og bláberjum ofan á. Setjið nú restina af blöndunni ofaná. Nú má setja hina blönduna úr ísskápnum, þessa með bláberjunum efst í krukkuna, munið bara að hræra hana til.
Notið svo granola og bláber til skreytingar.
Njótið vel!