Blekkingar í viðskiptum með sjávarfang - málstofa hjá Matís
Á undanförnum árum hafa komið upp fjöldi tilvika þar sem milliliðir og neytendur eru blekktir í viðskiptum með sjávarfang.
Á undanförnum árum hafa komið upp fjöldi tilvika þar sem milliliðir og neytendur eru blekktir í viðskiptum með sjávarfang.
Dæmi um slíkar blekkingar eru þegar ódýrar tegundir eru seldar sem dýrari, frystar afurðir seldar sem ferskar, aukaefnum bætt í afurðir til að auka þyngd, breyta útliti, lengja líftíma eða fela að varan sé skemmd, tegundir í útrýmingarhættu eru seldar undir fölsku flaggi o.s.frv.
Matís stendur fyrir málstofu um hvernig erfðatækni geti nýst við að tryggja heilindi í viðskiptum með sjávar- og fiskeldisafurðir. Málstofunni er skipt upp í fjóra hluta. Hver hluti hefst með stuttum inngangi um hvert umfjöllunarefni og í framhaldi verða svo almennar umræður.
- Aðferðir til að fylgjast með og sannreyna innihald fóðurs fyrir fiskeldi.
- Aðferðir til að greina óæskilegar örverur í sjávarfangi.
- Erfðafræðilegar aðferðir til að tegundagreina og rekja uppruna.
- Kröfur markaða og hagnýting erfðaupplýsinga með tilliti til regluverks og efnahagslegra áhrifaþátta.
Staður: Matís, Vínlandsleið 12, 113 RVK. Fundarherbergi 312 – Súlur.
Stund: 16. mars 2016, kl. 9:00 – 12:00.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku til Guðbjargar Ólafsdóttur, gudbjorg(at)matis.is.
Allar nánari upplýsingar má sjá í einblöðungi um málstofuna.