Blessanirnar og mótlætið - hugleiðing Guðna á miðvikudegi
Miðvikudags hugleiðing
Þakklæti er að velja að sjá lífið sem blessun – þegar þú telur blessanir þínar og þakkar fyrir reynsluna sem mótlætið færir þér.
Þakklæti verður á því augnabliki þegar þú leyfir öllu að vera eins og það er – þú finnur eins mikið og hjartað leyfir.
Þeir sem eru ekki í tengingu við hjartað geta aldrei fundið fyrir þakklæti – þeir geta hugsað um það, talað um það, verið kurteisir, jafnvel sýnt vinsemd í gjörðum, en þeir finna ekki fyrir þakklæti fyrr en þeir leyfa öllu að vera eins og það er.