Blómstrar þú - hugleiðing á þriðjudegi
HVAÐ ÞÝÐIR AÐ BLÓMSTRA?
Við skiljum öll hvað er átt við með því að blómstra. Við verðum aðlaðandi, rétt eins og blómið sem sendir frá sér angan og rétta liti og laðar þess vegna að sér flugur sem nærast og bera lífið áfram.
Við opnum okkur sjálf fyrir heiminum, vegna þess að við viljum vera frjáls og lifa í flæði, vegna þess að við viljum gefa heiminum okkar framlag, í örlæti. Við viljum njóta ásta, syngja og dansa í samhljómi með okkur sjálfum og öllum heiminum; gefa heiminum tónlist okkar sjálfra og alla þá list sem felst í eigin orku.
Við byrjuðum á því að segja tilverunni hvað við viljum og núna framfylgjum við þeirri yfirlýsingu með orðum okkar, hugsunum og gjörðum.