Bóluefni gegn malaríu væntanlegt á markað
Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur samþykkt bóluefni gegn malaríu. Ef Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gefur einnig sitt samþykki mun bóluefnið vera það fyrsta sinnar tegundar í heiminum.
Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur samþykkt bóluefni gegn malaríu. Ef Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gefur einnig sitt samþykki mun bóluefnið vera það fyrsta sinnar tegundar í heiminum.
Bóluefnið nefnist Mosquirix og var þróað af lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline í samstarfi við PATH Malaria Vaccine Initiative. Bóluefnið var samþykkt af EMA til notkunar á sex vikna til 17 mánaða börnum.
Það gefur auga leið að mikil spenna ríkir fyrir bóluefninu enda er sjúkdómurinn alvarleg heilsufarsógn í fjölmörgum löndum. Talið er að eitt barn deyji á hverri mínútu af völdum malaríu og alls rúmlega hálf milljón manna á ári.
Smelltu hér til að lesa þessa frétt til enda.
Grein af vef hvatinn.is