Bólusetningaþing á Hilton Reykjavík Nordica
Dagana 28. og 29 apríl nk.verður haldið norrænt bólusetningaþing á Hilton Reykjavík Nordica.
Dagana 28. og 29 apríl nk.verður haldið norrænt bólusetningaþing á Hilton Reykjavík Nordica.
Hópur íslenskra vísindamanna, ásamt sóttvarnalækni og erlendum starfsbræðrum, hefur undirbúið ráðstefnuna en norrænt bólusetningaþing er haldið annaðhvert ár í einhverju Norðurlandanna.
Helstu viðfangsefni ráðstefnunnar í ár eru:
- Notkun nýrra og gamalla bóluefna
- Kostnaðarhagkvæmi bólusetninga
- Heilsufarsskoðanir hælisleitenda
- Hvernig bregðast skuli við skorti á bóluefnum
- Hvernig koma bólusetningar í veg fyrir dreifingu sýkla
- Samanburður á fyrirkomulagi bólusetninga á Norðurlöndunum
Ráðstefnuna sækja bæði vísindamenn og embættismenn allra Norðurlandanna og hafa um 150 einstaklingar skráð þátttöku.
Nánari upplýsingar og skráningu má finna á: http://nvm2016.is/
Sóttvarnalæknir