Fara í efni

Borgarafundur um brennisteinsvetnismengunina frá jarðhitavirkjunum Orkuveitu Reykjavíkur

Nokkur íbúasamtök, umhverfisverndarfélög, foreldrafélag og Astma- og ofnæmisfélag Íslands efna til borgarafundar um brennisteinsvetnismengun frá jarðhitavirkjunum Orkuveitu Reykjavíkur.
Jarðhitavirkjanir
Jarðhitavirkjanir

Nokkur íbúasamtök, umhverfisverndarfélög, foreldrafélag og Astma- og ofnæmisfélag Íslands efna til borgarafundar um brennisteinsvetnismengun frá jarðhitavirkjunum Orkuveitu Reykjavíkur.

Fulltrúar allra framboða í komandi borgarstjórnarkosningum hefur verið boðið að taka þátt í pallborðsumræðum um stefnu framboðanna á þessu sviði, en Reykjavíkurborg er aðaleigandi Orkuveitu Reykjavíkur.

Yfirskrift fundarins er: Brennisteinsvetnismengun - eru heilsa okkar og fjármunir í hættu?

Hann verður haldinn í Norðlingaskóla þriðjudaginn 27. maí kl. 19.30. Húsið opnar kl 19.00. Fundarstjóri verður Svavar Halldórsson.

Frá árinu 2006 hefur styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni aukist mjög.

Vitað er að brennsteinsvetni hefur áhrif á ýmis konar rafeindabúnað og byggingarefni og einnig eru vísbendingar um að það hafi áhrif á heilsu fólks.

Orkuveita Reykjarvíkur hefur ekki tekið málið föstum tökum og síðustu tíu ár hafa jarðhitavirkjanir Orkuveitunnar losað um 200 þúsund tonn af brennisteinsvetni út í andrúmsloftið.

Efni fundarins:

- Erindi frá sérfræðingum um loftgæði og lýðheilsu

- Erindi frá íbúum

- Fulltrúar framboða í Reykjavík í pallborð. Halldór Halldórsson Sjálfstæðisflokki, Dagur B. Eggertsson Samfylkingu, Þorleifur Gunnlaugsson frá Dögun, Sóley Tómasdóttir Vinstri-grænum, Björn Blöndal Bjartri framtíð, Þorvaldur Þorvaldsson Alþýðufylkingu og Þórgnýr Thoroddsen Pírötum. Framsóknarflokkur á eftir að tilkynna um þátttakanda.

- Spurningar úr sal

Fundarlok 21:45. Fundarstjóri Svavar Halldórsson

Að fundinum standa:

Íbúasamtök Norðlingaholts, Íbúasamtök Árbæjar, Ártúnsholts og Seláss, Íbúasamtök Grafarholts, Íbúasamtök Grafarvogs, Íbúasamtök Mosfellsbæ, Foreldrafélag Waldorfskólanna á Lækjarbotnum, Landvernd umhverfisverndarsamtök, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands