Ertu á leið í sólina? Það verður að passa upp á börnin í sólinni
Barn sem er berskjaldað gegn sólarljósi er í hættu á að fá húðkrabbamein seinna á lífsleiðininni. Sólbruni er einnig hættulegur því hann orsakar mikinn sársauka og óþægindi fyrir barnið.
Hérna eru nokkur góð ráð til að verja barnið þitt gegn sólinni
- Reyndu að fá barnið til að leika sér í skugganum, t.d undir trjám eða undir skjólvegg og þá sérstaklega þegar sólin er hæst á lofti.
- Börn sem eru undir 6 mánaða aldri eiga ekki að vera í beinu sólarljósi.
- Vertu viss um að bera sólarvörn á handleggi, andlit og fótleggi, jafnvel þó það sé skýjað. Notaðu sólarvörn sem að er 15 eða hærri og vertu viss um að hún sé vörn gegn UVA og UVB geislum. Ekki gleyma að bera á axlir, nef, eyru og aftan á hálsinn, kinnar og fætur. Þetta þarf að gera oft yfir daginn ef að svo ber við.
- Sérstaklega þarf að passa uppá axlir og svæðið aftan á hálsi þegar þau eru að leika sér úti. Þetta eru þau svæði sem að brenna helst.
- Einnig er auðvitað gott að hylja barnið í þæginleg föt úr bómull, t.d aðeins of stóran bol.
- Láttu barnið vera með hatt sem að er með skyggni til að hylja andlitið og hálsinn.
- Það þarf líka að verja augun og ef þú getur fengið barnið til að vera með sólgleraugu þá er það auðvitað lang best.
- Ef að barn er í sundi, notaðu þá vatnshelda sólarvörn sem er 15 eða hærri í vörn. Og berðu aftur á þegar barnið kemur upp úr lauginni.
Heimildir: nhs.uk