Börn sem komast snemma í kynni við gæludýr, óhreinindi og sýkla eru ekki eins næm fyrir hinum ýmsu sjúkdómum
Börn sem eru óvarin fyrir dýrahárum og flösu, heimilis-sýklum og fleiru á fyrstu fimm árum lífs þeirra eru ekki eins gjörn á að fá astma eða ofnæmi. En þetta kemur fram í nýrri rannsókn.
Börn sem alast upp í sýklafríu umhverfi eru afar oft með mjög viðkvæmt ónæmiskerfi. Rannsóknir í gegnum árin hafa sýnt að börn sem alast upp í sveit og komast reglulega í tæri við örverur í jarðvegi er ekki eins gjörn á að fá ofnæmi eða astma.
The Urban Environment and Childhood Asthma study rannsakaði 560 börn sem voru í áhættu hóp á að fá astma, var þessi rannsókn gerð í Baltimore, Boston, New York og St.Louis yfir þriggja ára tímabil.
Mælt var fyrir efnum sem að gætu verið ofnæmisvaldandi og bakteríuvaldandi inni á heimilum. Fylgst var með börnum inn á þessum heimilum, athugað með ofnæmi og einnig var fylgst með lungum. Tekin voru blóð og húðsýni.
Þeir sem stóðu að þessari rannsókn fóru vel yfir öll gögn sem söfnuðust og komust að því að börn sem alast upp á heimilum þar sem ekki er endalaust verið að þrífa eru minna líkleg til að fá ofnæmi eða astma.
Um 40% barna sem voru án ofnæmis ólust upp á heimilum sem voru hæst í ryki, dýrahárum og fleiru.
Hinsvegar ef að barn kemst ekki í kynni við þessi “óhreinindi” fyrir eins árs aldur að þá hverfa þessar náttúrulegu varnir sem börn búa yfir.
“Ekki aðeins er ónæmiskerfið okkar mótað fyrsta árið sem við lifum, heldur eru ákveðnar bakteríur og ofnæmi sem spila stórt hlutverk í að efla þessa vörn og þannig “æfa” þær ónæmiskerfið í að vinna á þeim.” Segir einn af þeim sem rannsakaði þetta.
Þessi rannsókn var gefin út í Journal of Allergy and Clinical Immunology fyrir nokkrum vikum Via Johns Hopkins spítala.
Hægt er að lesa meira um þetta á iflscience.com