10 ástæður afhverju tæknin í dag ætti að vera bönnuð fyrir börn undir 12 ára aldri
The American Academy of Pediatrics og The Canadian Society of pediatrics segja að ungabörn frá 0-2 ára eigi aldrei að hafa aðgang að tækni eins og farsímum eða spjaldtölvum. Börn 3ja til 5 ára eigi að hafa takmarkaðan aðgang, kannski klukkutíma á dag og börn 6 til 18 ára eigi að hafa aðgang í mesta lagi 2 klukkutíma á dag.
Börn og unglingar nota þessar græjur 4 til 5 sinnum meira en mælt er með. Oft hefur þetta alvarlegar og jafnvel lífshættulegar afleiðingar. (Kaiser Foundation 2010, Active Healthy Kids Canada 2012).
Tæki eins og farsímar, Ipad og aðrar töflur og leikjatölvur fara eins og eldur í sinu um flest heimili og virðast engin takmörk á því hversu ung börn fá að nota þessi tæki. (Common Sense Media, 2013).
Iðjuþjálfi barna segir frá því að hún sé að hringja í foreldra, kennara og ríkisstjóra til að fá bann á þessum tækjum fyrir börn undir 12 ára aldri.
Er þetta gert eftir 10 ára rannsókn sem var einmitt gerð um þetta efni. Það er hægt að kíkja á síðu Zone’in Fact sheet HÉR til að sjá þessa rannsókn.
1. Hraður heilavöxtur
Frá 0 til 2ja ára, stækkar heili barnsins þrefalt og heldur áfram að stækka þroskast til 21.árs aldurs. Þegar heilinn byrjar að þroskast þá hefur umhverfis örvun mikið að segja, já eða skortur á örvun.
Örvun á heila sem er að þroskast en fær engöngu örvun frá tækninni, eins og símum, internetinu, iPads eða sjónvarpi, hefur sýnt tenglsi í sambandi við athyglisbrest, seinþroska, skerðingu á námi, aukinni hvatvísi og minnkaðar getu til góðrar sjálfstjórnunar.
2. Seinþroski
Öll þessi tækni notar takmarkaða hreyfingu sem orsakar það að börn verða oft seinþroska. Eitt af hverjum þremur börnum sem eru byrjuð í skóla og þjást af seinþroska, eru sein að læra að lesa og annar lærdómur er erfiðari fyrir þau. (Help EDI Maps 2013).
Hreyfing eykur hins vegar athyglina og gerir lærdóminn auðveldari.
3. Offitu faraldur
Sjónvarp og vídeó leikir er tengt við offitu hjá börnum. Börn sem hafa leyfi til að sitja inn í herbergjum sínum spilandi tölvuleiki eru í 30% meiri hættu á að þróa með sér offitu. Eitt af hverjum fjórum börnum í Kanada og eitt af hverjum þremur börnum í Bandaríkjunum munu þróa með sér sykursýki vegna offitu. (Center for Disease Control and Prevention 2010). Börn 21.aldarinnar munu verða fyrsta kynslóð barna sem munu að öllum líkindum ekki lifa lengur en foreldar sínir.
4. Svefn vandamál
60% af foreldrum fylgjast ekki með notkun barna sinna á tölvum, símum, og öðrum samsvarandi tækjum. 75% af börnum frá 9 til 10 ára fá ekki nægan svefn. Ónógur svefn bitnar á lærdóminum. (Boston College 2012).
5. Geðsjúkdómar
Ofnotkun á tækninni sem er í boði í dag eru orsakir þess að börn þjást af sjúkdómum eins og þunglyndi, kvíða, athyglisbrest, einhverfu, bipolar, geðveiki og geta orðið erfið viðureignar sökum hegðunar. Eitt af hverjum sex börnum í Kanada hafa verið greind með geðrænan sjúkdóm og mörg þessara barna eru að taka hættuleg geðlyf. (Waddell 2007).
6. Árasargirni
Ofbeldi í sjónvarpi eða tölvuleikjum getur orsakað að barn verði ofbeldishneygt. Ung börn verða fyrir stöðugu áreiti af sjónvarpi og öðrum miðlum. Tölvuleikir eins og Grand Theft Auto V er alls ekki við hæfi barna. Í þessum leik er mikið ofbeldi, kynlíf, nauðganir, pyntingar og margt fleira ógeðfelt. Í Bandaríkjunum er búið að gefa út að miðlar sem sýna ofbeldi stofni almenningi í hættu vegna áhrifa sem þessir leikir geti haft á barn sem er rétt að byrja að þroskast.
7. Stafræn vitglöp
Of mikil notkun á netinu er orsök á athyglisbrest og minnið ásamt einbeitingu snarlega minnkar. Börn sem ekki geta fylgst með geta ekki lært.
8. Fíkn
Þegar foreldrar stóla meira og meira á tæknina eru þeir að draga sig frá börnunum sínum. Og þegar foreldrar hætta að fylgjast almennilega með börnunum þá finna börnin eitthvað annað sem að hefur ofan af fyrir þeim. Eitt af hverjum ellefu börnum frá 8 til 18 ára eru tæknifíklar.
9. Losun á geislun
Í maí 2011 þá kom skýrsla frá WHO (world health organization) sem flokkaði farsíma og önnur samsvarandi tæki sem catagory 2B áhætta en það þýðir að þessi tæki eru mögulega krabbameinsvaldandi vegna hættu á geislun. (WHO 2011). James McNamee starfar fyrir Health Canada gaf út í október 2011 viðvörun sem hljómar svona “ börn eru viðkæmari fyrir þessari geislun en fullorðnir og gæti þetta hægt að heilaþroska barna. (Globe and Mail 2011).
10. Ósjálfbær
Kennslan í dag varðandi þessa tækni er orðin úrelt. Börnin eru framtíðin en það er engin framtíð fyrir börn sem að eru að ofnota þessa tækni. Eitthvað þarf að gerast og það fjótt til að foreldrar taki við sér og setji reglur um notkun á þessum tækjum.
Ef þið kíkið á ÞESSA síðu og farið undir videos að þá má deila með öðrum þessum áhyggjum um að börn séu að of nota tækni sem að heilinn þeirra er ekki tilbúinn fyrir.
Vandamál- Suffer the Children – eru 4 mínútur
Lausnin- balanced Techology management – 7 mínútur
Heimildir: huffingtonpost.com