Bragðbættu vatnið þitt – það gerir það enn betra og hollara
Langar þig í eitthvað ferskt og hressandi að drekka?
Langar þig í eitthvað ferskt og hressandi að drekka?
Því ekki að bragðbæta vatnið þitt. Það eru margar bragðgóðar leiðir til að bæta vatnið og gera það hollara.
Ávextir í vatn bæta í það vítamínum og steinefnum.
Prufað þessar uppskriftir sem dæmi:
- Grænt te, mynta og lime
Snilld fyrir fitubrennsluna, meltinguna, við höfuðverk og er andremmu bani.
- Jarðaber og kiwi
Gott fyrir hjartað og ónæmiskerfið, jafnar blóðsykurinn og er einnig gott fyrir meltinguna.
- Gúrka, lime og sítróna
Ef þú ert uppþanin eða átt til að fá bjúg þá er þessi drykkur algjört æði.
- Sítróna, lime og appelsína
Afar góður fyrir meltinguna, stútfullur af C-vítmíni, gott við brjóstsviða og þennan drykk á að drekka við stofuhita, ekki ískaldan.
Svo getur auðvitað hver og einn sett það sem hana/hann langar saman við sitt vatn og þannig bætt í það vítamínum og steinefnum.
Það er bara gaman að breyta til og eiga ferskt og hressandi vatn í ísskápnum til að grípa í ef þig langar í hollan og nærandi drykk.