Fara í efni

Brauðaður ­silungur

Uppskrift af brauðuðum silung fyrir 4
Brauðaður ­silungur
800 g silungur/bleikja,
200 g bitar
250 ml lífræn mjólk
50 g fínt spelt
2 egg
4 msk ólífuolía
50 g brauðmylsna 
Salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk.
 
Þrífið og hreinsið fiskstykkin og marinerið í saltaðri mjólk í klukkutíma. Hellið af mjólkinni og þurrkið fiskinn, þeytið eggin. Veltið fiskinum upp úr speltinu, þar næst upp úr eggjunum og að lokum er honum velt upp úr brauðmylsnunni. Hitið pönnu og steikið fiskinn þar til hann verður gullinbrúnn á lit. Berið fram með sítrónu og stráið yfir smátt saxaðri steinselju. · Til að toppa þetta alla leið er snilld að hella smá trufluolíu yfir fiskinn. · Í brauðraspinn er frábært að nota afganga af Grófa Gló brauðinu, létt rista þá og mala fínt í matvinnsluvél.