Brauðbollur með hörfræjum
Bráðhollar brauðbollur með hörfræjum fyrir alla fjölskylduna.
Bráðhollar brauðbollur með hörfræjum fyrir alla fjölskylduna.
Uppskrift:
3 dl volgt vatn
2 tsk. þurrger
1 msk. fljótandi hunang
275 g KORNAX hveiti
50 g KORNAX heilhveiti
50 g ýmis korn eða fræ að eigin vali (ég notaði hörfræ í þetta sinn)
Aðferð:
Leysið gerið upp í volgu vatni. (látið standa í þrjár mínútur)
Bætið hunanginu út í og blandið saman.
Setjið hveiti, heilhveiti og fræ í skál og hrærið.
Hnoðið allt hráefni saman í skál.
Breiðið klút yfir skálina og látið deigið lyfta sér að minnsta kosti í hálftíma.
Mótið bollur og raðið þeim á pappírsklædda ofnplötu, látið bollurnar lyfta sér í hálftíma. Ég fæ um það bil 6 - 8 bollur úr einfaldri uppskrift.
Pískið eitt egg og penslið bollurnar með eggjablöndunni, sáldrið gjarnan fræjum yfir.
Bakið við 200°C í 30 - 35 mínútur.
Berið strax fram og njótið.