Brjóstahaldari um brjóstahaldara frá brjóstahaldara til ....
Rannsókn sem stóð yfir í 15 ár sýnir að brjóst síga við notkun brjóstahaldara.
Ha! Segi ég nú bara. Konum hefur verið sagt í fjölda ára að góður brjóstahaldari veiti stuðning, komi í veg fyrir bakverki og brjóstin haldist á sínum stað.
Konur sem hættu að ganga í brjóstahaldara upplifðu 7 mm lyftingu á geirvörtum fyrir hvert ár sem þær voru alveg brjóstahaldaralausar. Vísindamenn sem stóða að þessari rannsókn, nefndu einnig að brjóst þessara kvenna voru stinnari og slitför minnkuðu til muna.
Vísindamaðurinn og prófessorinn Jean-Denis Rouillon er sérfræðingur í íþrótta-vísindum frá Háskólanum Besancon í austur Frakklandi. Hann vill meina að brjóstahaldarar séu fölsk nauðsyn.
"Læknisfræði og líffræðislega að þá er enginn ávinningur í því að neita brjóstum um þyngdaraflið" sagði Rouillon. "Þvert á móti, þau síga ef þú ert í brjóstahaldara alla daga allt árið um kring".
Rouillon og hans lið af vísindamönnum eyddu árum í að mæla breytingar á brjóstum hjá 330 konum með einföldum mælingum.
Hans niðurstöður eru frekar sláandi fyrir konur, brjóstahaldarinn gerir ekki gott fyrir bakið, þessi stuðningur við brjóstin er jafnvel að orsaka fleiri vandamál.
Fái brjóstin að leika lausum hala, þá ná komast þau í betra form og styða sig sjálf. Þetta er útskýrt þannig að ef þú ert alltaf í brjóstahaldara þá fá þau engan náttúrulegan styrk og það dregur hraðar úr þéttleika þeirra.
Sumar af þeim konum sem tóku þátt í þessari rannsókn sögðu að sleppa brjóstahaldara hefði lagað bakverki.
28 ára gömul kona er hæst ánægð með þessar niðurstöður og hefur ekki notað brjóstahaldara í tvö ár. Hún segir að það sé auðveldara að anda, að hún beri sig betur og er beinni í baki.
Það er samt ekki æskilegt fyrir allar konur að nota ekki brjóstahaldara.
Alls ekki halda að brjóstahaldarinn sé óæskilegur því þær konur sem hafa notað hann árum saman græða ekkert á því að hætta að vera í honum núna.