Brómberja og myntu smoothie
Mjög bragðgóður og hollur smoothie.
1,5 dl (150 ml) létt kókosmjólk (má vera rísmjólk eða léttmjólk)
1 dl grísk jógúrt
1 dl (40 gr) frosin brómber
1/2 banani, vel þroskaður og gott að hafa hann frosinn
1 tsk akasíu hunang
Nokkur laufblöð af myntu, má vera vel af henni.
9 gr prótein, 29,3 gr kolvetni, 18,5 gr fita, (319 kcal)
Kjókosmjólkin sett í blandarann ásamt myntu, hrært vel og smakkað til. Meiri myntu bætt við ef þarf. Öðru hráefni bætt við og blandað vel.
Brómber eru mjög holl og góð. Þau innihalda t.d mikið magn andoxunarefna, eru rík af vítamínum, steinefnum og trefjum auk þess sem þau innihalda fáar hitaeiningar og lítið af kolvetnum og fitu. Þau eru talin krabbameinshamlandi, bólgueyðandi og frábær fyrir húð og augu, góð fyrir meltinguna og beinin og hjálpa til við að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Einnig finnst í þeim efni sem hjálpar til við að minnka fyrirtíðar- og breytingarskeiðseinkenni kvenna svo fátt eitt sé nefnt.