Fara í efni

Brynhildur Pétursdóttir nýr gestapenni á Heilsutorgi

Brynhildur Pétursdóttir er menntaður innanhússhönnuður en þaðan lauk hún prófi árið 1993.
Brynhildur Pétursdóttir
Brynhildur Pétursdóttir

Brynhildur Pétursdóttir er menntaður innanhússhönnuður en þaðan lauk hún prófi árið 1993. Hún hefur einnig aflað sér menntunar sem leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands, er með BA próf í viðskiptatungumálum frá háskólanum í Óðinsvéum og með vottun í verkefnastjórnun frá símenntun Háskólans á Akureyri.

Lengst af starfaði Brynhildur hjá Neytendasamtökunum eða frá árinu 2002 til 2013 og frá 2005 sem ritstjóri Neytendablaðsins auk þess að sitja í stjórn Neytendasamtakanna frá árinu 2008. Hjá Neytendasamtökunum sinnti hún aðallega málefnum tengdum mataræði og siðrænni neyslu með góðum árangri og hefur margoft verið fyrirlesari um þau málefni til að mynda á Matvæladegi Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands. Brynhildur hefur einnig komið að menntamálum og það var með setu sinni í stjórn Heimils og skóla á árunum 2008-2011.

Nú er Brynhildur Alþingiskona fyrir Bjarta framtíð en hún hóf setu á þingi árið 2013 og hefur síðan setið í fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd auk tímatbundinnar setu í þingskapanefnd.

Brynhildur mun vera gestapenni á Heilsutorgi en hún lætur sér annt um málefni er snúa að neytendamálum og heilsu.

Heilsutorg býður Brynhildi velkomna í hópinn og hlökkum við til að njóta krafta hennar í framtíðinni.