Byggðu upp barnið – með góðri næringu og góðum venjum
Það er búið að vera ótrúlega mikið fjör í september. Fullt af námskeiðum og allir æstir í að læra að búa til hollan mat á einfaldan hátt. Það hafa verið 3 barnanámskeið í Lifandi Markaði sem öll hafa verið mjög skemmtileg.
Í vor breytti ég námskeiðunum hjá mér og í stað þess að ég talaði og sýndi fá þáttakandur að taka meiri þátt. Það er svo miklu skemmtilegra og líku miklu auðveldara að læra og meðtaka þannig. Í vor byrjuðum við líka á því að bjóða börnunum að koma með foreldrum á námskeið og það er ótrúlega gaman hvað það hefur fallið í góðan jarðveg og gengið vel. Börnin eru svo áhugasöm, skemmtileg og hreinskilin, algerir snillingar.
Við erum búin að bæta við einu námskeiði í viðbót en það verður laugardaginn 17.október kl. 11.00 í Lifandi Markaði. Ekki verða fleiri svona námskeið fyrir áramót en í Nóvember taka namminámskeiðin völdin.
Til að skrá ykkur þurfið þið að senda póst á heilsumamman@gmail.com og þá fáið þið tilbaka greiðslu-upplýsingar.
Hlakka til að sjá ykkur.