Byrjaðu daginn á þakklæti - Guðni og hugleiðing dagsins
Þegar ég byrja daginn á því viðhorfi að ætla mér að finna fyrir velsæld, ást og allsnægtum, t.d. með því að horfa á fjölskyldu mína, maka eða börn og íhuga fyrir hvað ég er þakklátur ... þá verður niðurstaðan án nokkurs vafa önnur en þegar ég einblíni á það sem skortir.
Þakklæti er val og þegar þú velur að vera í hugarástandi þakklætis og ferð að telja blessanir þínar frekar en bölið, þá fjölgar þessum blessunum jafn óðfluga og bölið minnkar.
Þú getur æft þig að þakka fyrir, t.d. með því að hugsa um og skrá niður allt sem þú hefur ástæðu til að vera þakklátur fyrir. Smám saman eykur þú þannig umfang þakklætisins.
Þegar þú tengir þakklætið tilfinningalega þá fyrst öðlast þakklætið mátt.