Caesarsalat með grilluðum Fajitas-kjúkling
Caesarsalat með grilluðum Fajitas-kjúkling
Aðalréttur fyrir fjóra
4 hausar romaine-salat (skolað og skorið í grófa bita)
200g klettasalat (skolað)
Brauðteningar „croutons“
5 stk brauðsneiðar að eigin vali(helst grófar)
½ dl ólífuolía
½ tsk þurrkað oregano
½ tsk þurrkað basil
½ tsk hvítlauksduft
Aðferð:
Rifið brauðið niður með höndunum í litla munnbita í skál (einnig hægt að skera brauðið enn það er skemmtilegara að bera „croutons“ fram rifna) blandið olíunni og kryddinu saman og hellið yfir brauðið og setjið á ofnbakka og bakið í 170°c heitum ofni í ca 12-15 mín eða þar til ljósbrúnir,nauðsynlegt er að hrista aðeins í teningunum annað slagið á meðan á bakstri stendur til að jafna ristunina.
Ceasar-dressinginn:
2 stk eggjarauður (frá hamingjusömum hænum)
½ msk dijonsinnep
4 msk ólívuolía
4 msk AB-mjólk
4 stk ansjósuflök (úr dós)
2 stk hvítlauksgeirar
2 msk eplaedik (eða annað gott ljóst edik)
2 msk parmesanostur (rifinn)
1 msk steinselja
Nýmulinn svartur pipar
Aðferð:
Allt sett saman í matvinnslukönnu og maukað vel saman, smakkað til með salti og pipar.
Fajitas-kjúklingur
4 stk kjúklingabringur
2 msk fajitas kryddblanda (Fajitas seasoning)
2 msk olía
Aðferð:
Setjið kjúklingabringurnar á milli tveggja plastfilma eða í poka og berjið aðeins yfir bringurnar þannig að þær fletjast aðeins og jafnast út, þá er þægilegara að grilla þær, stráið kryddinu yfir bringurnar ásamt olíunni og nuddið þessu saman og grillið á heitu grilli í ca 3-4 mín á hvorri hlið.
Framsetning:
Blandið saman salatinu og dressingunni, skerið kjúklinginn í strimla og stráið yfir salatið, síðan er brauteningarnir látnir detta yfir salatið ásamt vel af rifnum parmesanosti, borið fram með góðu brauði.