12 góð ráð við langvarandi verkjum
Við langtímaverkjum getur verið hjálplegt að nýta sér náttúrurlegar leiðir til verkjastillinga hvort sem þær eru notað samhliða verkjalyfjum eða eingöngu. Hér eru tólf náttúrlegar leiðir til að draga úr verkjum.
Við langtímaverkjum getur verið hjálplegt að nýta sér náttúrurlegar leiðir til verkjastillinga hvort sem þær eru notað samhliða verkjalyfjum eða eingöngu.
Hér eru tólf náttúrlegar leiðir til að draga úr verkjum.
- Auka losun endorfína í líkamanum. Endorfínhormónar setjast í opíötviðtakana og blokkera sársaukaskilaboð til heilans á sama hátt og morfín og morfínskyld lyf gera. Þessu fylgir jafnframt vellíðunartilfinning.Öll þolþjálfun sem eykur hjartslátt í nokkurn tíma losar sársaukastillandi endorfín út í blóðið.Slæmir verkir hindra marga í að stunda æfingar en til mikils er að vinna að finna æfingar sem henta þér. Sundleikfimi,tai chi eða jóga eru mjúk æfingakerfi sem henta flestum. Gott er að fjárfesta í tíma hjá sjúkraþjálfara sem getur sett upp æfingaprógram fyrir mann.Um að gera er að rjúfa vítahringinn.
- Leita í stuðningshópa. Mörg félög eins og Gigtarfélagið eru virk og þar er hægt að leita eftir stuðningi á formi fræðslu,umræðuhópa o.fl. Það skiptir miklu máli að hafa einhvern til að tala við og sem skilur hvað maður er að glíma við. Það léttir á sálinni og einangruninni. Fjölskylda og vinir,þó af vilja séu gerðir, hafa oft ekki innsýn í líðan manns.
- Ilmolíur. Piparminta,rósmarin og lavander eru þekkt fyrir verkjastillindi áhrif sín. Hægt er að setja þær í ilmolíulampa,setja í lófa og anda að sér eða nudda sig með þeim.
- Heitir bakstsrar og heit böð eru góð til verkjastillingar og vöðvaslökunar.Hitinn eykur blóðflæði og súrefnisflæði um liði og vöðva. Við á Íslandi eigum auðveldan aðgang að heitum pottum í sundlaugunum okkar. Eins er heitt bað með Epsom-söltum (magnesiumsúlfat-heptahýdrat) mjög gott til slökunar. Ef þú ert mjög stífur getur verið gott að fara í heitt bað og mýkja vöðvana áður en gerðar eru teygjuæfingar. Mörgum hjálpar að blanda saman ilmolíum og heitum böksturm.
- Nudd. Rannsóknir sýna að nudd hefur víðtæk áhrif til vekjastillingar. Það eykur vöðvaslökun, líkaminn virðist nema færri sársaukaskilaboð, það eykur blóðflæði til liða og vefja,það losar endorfín vellíðunarhormóna. Það er mismunandi hvers konar nudd hentar hverjum en til er djúpnudd,slökunarnudd,sjúkranudd o.fl. Hver og einn verður að finna út hvað hjálpar honum best.
- Teygjur. Flestir hafa gott af góðum teygjum en æskilegt er að fá tilsögn hjá sjúkraþjálfara hvaða teygjur hentar þér og þínum einkennum. Teygjur krefjast þolinmæði en það getur tekið mánuði að losa um stífa liði og vöðva með teygjum en það er þess virði.
- Njóttu útiveru. Ganga ,ferskt loft og sól hefur allt góð verkjastillandi áhrif. Þolið eykst með göngu,liðir mýkjast og vöðvar styrkjast. Ferskt loft eykur lífsgleði og súrefnisupptöku og sólin gefur gleði og ekki síst D vítamín. Rannsóknir benda til þess að D vítamín skortur geti aukið verki hjá einstaklingum með langvarandi verki og að auknir skammtar af D vítamíni geti verið verkjastillandi.
- Draga úr bólgum. Vefjabólgur eru oftast að baki langvarandi verkjum. Reglulegir kaldir bakstrar hjálpa til við að draga úr bólgum og deyfa sársauka.
- Innhverf íhugun tvisvar á dag. Auðveldasta leið til íhugunar er að finna hljóð eða tón sem þér finnst róandi en án merkingar t.d. umm,loka augum,sitja kyrr og í afslappaðri stellingu og endurtaka hljóðið í huganum. Byrjið á nokkrum mínútum og aukið smám saman tímann upp í 30 mínútur. Ef hugurinn fer af stað eða verkir koma á meðan íhugun stendur beindu huganum mjúklega aftur að endurtekningu á hljóðinu. Íhugun skilar þér ferskum og kraftmeiri út í hversdaginn.
- Hlátur. Hlátur losar endorfín, eykur blóðflæði og súrefnisupptöku. Nú er komin mjög sniðug hláturnámskeið sem auka lífsgleði og verkjastillingu. Sæktu í vini eða samkomur þar sem glens og gaman er.
- Nægur svefn. Æfingar sem þreyta líkamann bæta djúpa svefninn og stuðla að betri hvíld og vöðvaslökun. Íhugun og slökun fyrir svefninn auka líka gæði svefnsins.
- Drekka nóg vatn. Vatn getur dregið úr stífleika liða, hjálpað til við útskilnað eiturefna úr vöðvum og vefjum og vinnur geng hægðatregðu.
Byggt á greinsem birtist á Spine-health.com
Höfundur greinar:
Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur