5 fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna burt bumbuna
Þegar við konur nálgumst miðjan aldur, á hlutfall fitu í líkamanum það til að aukast (því miður meira en á körlum) og fitugeymslan fer að færast á efri hluta líkamans í stað mjaðma og læra, eða um bumbuna.
Jafnvel þótt þú þyngist í raun ekki, þá getur mittislínan stækkað um nokkra sentímetra þar sem iðrafita (í kringum líffærin) þrýstir á kviðarvegginn.
Iðrafita er bendluð við fjöldann allan af langvarandi sjúkdómum og þar á meðal hjarta- og æða sjúkdóma, astma, brjóstakrabbamein, og heilabilun.
En það eru leiðir sem þú getur farið til að minnka samansöfnun af iðrafitu. Góðu fréttirnar eru að hún umbrotnar betur í fitusýrur en fita sem leggst á mjaðmir eða lærin.
Með öðrum orðum; þá er auðveldara að losa um kviðfituna en fituna sem sest að mjöðmum og lærum.
Leiðin til að losna varanlega við iðrafitu og kveðja bumbuna fyrir fullt og allt eru skref-fyrir-skref lífsstílsbreytingar í m.a mataræði og hreyfingu.
Samhliða lífsstílsbreytingum eru nokkrar fæðutegundir sem vinna sérstaklega með því að losna við bumbuna svo þú getir upplifað mjórra mitti og bætta meltingu.
1. Chia fræ
Þessi næringarríku litlu fræ eru frábær í að stuðla að eðlilegu þyngdartapi, þar sem þau jafna blóðsykur, eru trefjarík og endurbæta insúlínviðkvæmni. Insúlín eru ein aðal fitugeymslu hormón líkamans, og að endurbæta insúlín viðkvæmnina getur minnkað magn insúlíns sem berst út í blóðstreymið, sem getur þá minnkað fituna. Chia er einnig ríkt af Omega-3 fitusýrum, próteinrík og hjálpa að draga úr sykurlöngun.
Prófaðu nokkrar matskeiðar af chia í möndlumjólk ásamt smá vanillu og stevíu fyrir gómsætan og seðjandi drykk eða bættu chia fræjum útí boozt drykkinn
2. Cayenne
Cayenne pipar eykur hitaframleiðslu líkamans og inniheldur capsaicin, sem rannsóknir hafa sýnt að brenni fitu á maga.
Cayenne pipar er frábær til að bragðbæta flest allan mat eins og kjötrétti, fiskirétti, kínóa, grænmetisrétti, súpuna eða booztin. Passaðu þig þó að missa ekki Cayenne staupinn því lítið af honum fer langa leið.
3. Kanill
Kanill dregur úr blóðsykri, minnkar slæma kólesterólið í blóðinu, er andoxunarríkt og getur unnið gegn sveppasýkingum og bakteríumyndun í líkamanum, einnig er kanilinn þekktur fyrir að draga úr bólgum í líkamanum.
Þrátt fyrir að kanilinn mun ekki auka fitubrennslu getur hann hjálpað þér að brenna fitu sem safnast við kvið. Kanilinn getur einnig bætt insúlin viðkvæmni líkt og chia fræin gera sem styður við minni fitusöfnum.
Kanil er góður útá grænmetisrétti, á hafragraut, í boozt drykkinn og einnig fást te með kanil víða og sérstaklega núna þegar nær dregur jólum.
4. Heilir hafrar
Hafrarnir í sinni náttúrulegu mynd – sannir grófir hafrar. Rannsóknir sýna að borða hafra getur hjálpað til við að léttast. Hafrana er auðvelt að melta, þeir eru ekki líklegir til að valda uppþembdum maga. Leggðu þá í bleyti yfir nótt, hreinsaðu, bættu við vatni, steviu og smá kanil fyrir hollan hafragraut. Eldaðu Heila hafra í potti eins og þú myndir gera venjulega hafra en í 30 mín. Sjálfsagt má bæta við chia fræjum útá líka og jafnvel hnífsoddi af kanil.
5. Grænt te
Eins og við komum inná í greininni hér þá getur grænt te hvatt til oxunar á fitu sem hefur áhrif á brennsluna, grænt te er andoxunarríkt og getur lækkað kólesteról og stutt við ónæmiskerfið. Í grænu te er einnig efnið ECGC (e. epigallocatechin gallate), en það er andoxunarefni sem styður við hjarta- og taugakerfið og getur minnkað líkur á heilablóðfalli.
Grænt te getur einnig hjálpað að stjórna matarlist og matarskömmtum.
Fleiri rannsóknir á grænu te sýna að stór hluti fitubrennslu sé við kviðinn.
Gott er að drekka ekki nema 1-2 te bolla af grænu te á dag.
Líkaðu á facebook og deildu með vinum þínum fyrir léttari jól.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi