SVAFSTU ILLA ? 6 snilldar ráð fyrir betri svefn
Mjög svo sniðug ráð sem hjálpa þér að svífa inn í draumaheiminn og vera þar til morguns.
Það kannast margir við að vera að brölta og snúa sér tímunum saman og geta ekki sofnað, stundum kemur þetta fyrir oft í viku. Engum líkar að geta ekki sofið, þannig að tekin voru saman sniðug lítil ráð til að hjálpa þér að sofna og sofa betur.
Hitaðu fæturnar með sesamolíu
Þessi náttúrulega olía (ekki þessi sem þú eldar upp úr) er þekkt fyrir að geta dregið úr kvíða og stuðlað að góðum svefni. Náðu þér í góða sesamolíu og nuddaðu tærnar og fætur upp úr henni, farðu svo í mjúka kósý sokka og leggstu upp í rúm.
Fáðu þér mjólkurglas og borðaðu nokkrar möndlur
Bæði mjólk og möndlur innihalda tryptophan og melatonin. Passaðu að fá þér mat sem hefur róandi áhrif á líkamann, ekki sækja í sykursætt kex eða súkkulaði.
Notaðu rakatæki
Eru hrotur vandamálið? Ef svo er, kveiktu þá á rakatækinu þínu. Rakinn í loftinu getur varið þig gegn árstíðarbundnu ofnæmi t.d og öðrum vandamálum sem gera það að verkum að þú ert að anda með munninum en ekki nefinu og þar af leiðandi færð litla sem enga hvíld.
Reyndu að finna hinn fullkomna tíma fyrir þig til að festa svefn
Þegar talað er um að sofa klukkutímum saman, þá er það sko alls ekkert endilega betra. Þú þarft að vinna þig aftur frá þeim tíma sem þú þarft að vakna og reikna út REM svefninn með “bedtime generator” – sjá hér. Hann mun reikna út fyrir þig hvenær er best að sofna á kvöldin svo þú sért ekki morgunfúl/l þegar þú vaknar.
Prufið þetta ráð til að sofna strax
Ok, þú vilt komast í REM svefninn strax? Róaðu hugann með því að hugsa t.d um herbergið sem þú svafst í þegar þú varst barn, skoðaðu í huganum æsku heimilið þitt, gakktu herbergi úr herbergi og áður en þú veist af…Voilá – þú ert sofnuð/sofnaður og þú tókst ekki einu sinni eftir því.
Prufaðu öndunaræfingar
Ef þú getur ekki látið hugann reika um æskuheimilið þá má prufa “4-7-8” aðferðina.
Hún virkar svona: Þú andar frá þér út um munninn, lokar svo munninum og andar að þér í gegnum nefið og telur upp í fjóra. Haltu andanum niðri á meðan þú telur upp í sjö í huganum og andaðu frá þér í gegnum munninn og teldu upp í átta í huganum. Endurtaktu eins oft og þú þarft. Þetta eykur á súrefnið í líkamanum, lætur hjartað slá hægar og sendir merki til líkamans að nú sé tími til að leggjast í dvala – sofa.
Heimild. Self.com