Fara í efni

Fjórar leiði til að lifa með stækkuðum blöðruhálskirtli.

Þrátt fyrir að 50-60% kalmanna með BPH finni aldrei fyrir einkennum, þá finna aðrir verulega fyrir einkennum sem geta haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra.
Fjöldi þagláta eykst, sér í lagi að nóttu
Fjöldi þagláta eykst, sér í lagi að nóttu

Stækkun blöðruhálskirtils þarf ekki að vera illkynja og einkennin þurfa heldur ekki að stuðla að versnandi lífsgæðum.

Þegar karlmaður nær um það bil 25 ára aldri, byrjar blöðruhálskirtillinn að stækka. Þessi stækkun sem er af náttúrulegum völdum, er kölluð góðkynja stækkun (en: benign prostate hyperplasia (BPH) og er algengasta orsök stækkunar á blöðruhálskirtli. BPH er góðkynja ástand sem leiðir ekki til krabbameins í blöðruhálskirtli þrátt fyrir að bæði vandamálin geti tengst og átt sér stað á sama tíma.

Þrátt fyrir að 50-60% kalmanna með BPH finni aldrei fyrir einkennum, þá finna aðrir verulega fyrir einkennum sem geta haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra.

Einkennin sem um ræðir eru:

            Erfiðleikar með eðlileg þvaglát; rofin buna, veikt þvagstreymi

            Þörf til að hafa þvaglát kemur skyndilega, þvag lekur

            Tilfinning um að blaðran hafi ekki tæmst

Margir leita sér aðstoðar og góðu fréttirnar eru þær að meðferðarúrræðin batna stöðug, bæði hafa  lyfin orðið betri og tegundum þeirra hefur fjölgað auk þess sem aðgerðir eru áhrifaríkari og hafa færri aukaverkanir en nokkru sinni áður.

Lyf og aðgerðir eru þó ekki einu úrræðin, karlmenn með BPH geta einnig lagt sitt af mörkum til að bæta ástand sitt og lífsgæði. Þegar einkennin eru ekki sérlega mikil er líklega besta ráðið að bíða og sjá hvernig málin þróast án meðferðar. Þetta felur þó í sér reglubundið eftirlit til að fylgjast með því hvort að einkennin séu nokkuð að valda vandamálum.

Ef að einkennin eru að valda óþægindum og jafnvel vandamálum ráðleggja flestir læknar lífsstílsbreytingar og lyf til að draga úr verstu einkennunum og seinka aðgerð eða jafnvel bæta ástandið þannig að aðgerðar er ekki þörf.

Einfaldar leiðir til að draga úr einkennum BPH

1. Sumir hafa þvaglát oftar þegar þeir eru undir álagi eða finna fyrir mikilli streitu og það er eðlilegt. Legðu þig fram um að daga úr streitu í daglegu lífi til dæmis með því að stunda reglubundna líkamsþjálfun og útiveru og lærðu jafnvel viðurkenndar slökunaraðferðir.

2. Þegar þú ferð á snyrtinguna, taktu þér nægan tíma og tæmdu blöðruna alveg. Þetta mun stórlega draga úr fjölda klósettferða og tilfinningunni að þú þurfir að pissa.

3. Ræddu við lækninn þinn um þau lyf sem þú tekur, hvort sem þau eru ávísuð af lækni eða ekki. Sum lyf geta valdið einkennunum eða ýtt undir ástandið. Læknir getur gert breytingar á tegund lyfs, skömmtum og þeim tímasetningum sem lyf eru tekin á, allt þættir sem geta dregið úr einkennum.

4. Reyndu að forðast að drekka mikinn vökva á kvöldin, sér í lagi áfengi og drykki sem innihalda koffín. Bæði áfengi og koffínríkir drykkir örva nýrun til að framleiða þvag sem oftar en ekki leiðir til næturferða á snyrtinguna.

Eins og svo oft, það eru aðferðir sem hægt er að beita og snúa að því að líta í eigin barma og gera breytingar á daglegum háttum og lífstíl og uppskera við það betri líðan, betri heilsu og bætt lífsgæði.

 

Fríða Rún Þórðardóttir
Næringarráðgjafi, Næringarfræðingur B.S.c, M.S.c, Íþróttanæringarfræðingur

 

Heimild:
HEALTHbeat Archives www.health.harvard.edu

Harvard University health publications USA