Byrjum daginn með stæl
Ég er voðalega hrifin af góðum morgunverði. Að byrja daginn vel heldur oft áfram út daginn.
Góð byrjun gulli betri.
Svona grauta með allskonar tvisti er ég yfirleitt búin að græja kvöldinu áður eða jafnvel tveimur kvöldum áður.
Finnst svona chia grautar fínir í ísskáp í allt að þrjá daga.
Í þessu glasi er:
Ferskjur í botninn.
Þá heimalagað múslí
Bláber
Himneskur chia grautur
Bláber
Grísk jógúrt
Goja ber
Kókos flögur
Ég græja mitt múslí sjálf því þetta keypta tilbúna yfirleitt stútfullt af auka sykri.
Nota vörurnar frá Sólgæti.
Blanda saman í stóra skál.
Tröllahöfrum
Sólblómafræjum
Sesamfræjum
Hörfrjæum
Graskersfræjum
Bara finna út með blönduna.
Fer eftir hvað maður vill mikið magn af fræjum.
Nota yfirleitt sjálf 500gr Tröllahafra
1 dl. af fræjum af hverri tegund.
Og blanda vel saman .
Fallegt að eiga til í glerkrukku á borði.
Chia grauturinn
Skammtur fyrir tvo.
1 banani vel stappaður
4 msk. múslí
2 msk. Sólgætis chia fræ
1/2 tsk. kanill
2 dl. heimalöguð möndlumjólk
Öllu blandað vel saman.
Og hafa í ísskáp yfir nótt.
Svo er bara föndra meðlætið.
Allskonar ber bæði fersk og þurkuð er svakalega gott með svona grautum.
Möndlumjólk.
1 bolli möndlur í bleyti yfir nótt.
Að morgni skola möndlurnar vel og láta í blandara.
Þá 3 bolla ískallt vatn.
1 tsk. vanilludropa eða púður
4 döðlur
Nokkur salt korn.
Vinna þetta vel saman.
Og sýja vel .
Hægt að kaupa sýjur hjá Ljósinu.
Eða nota grisju tusku/bleyju til dæmis úr Rúmfó.
Þegar búið að sýjast vel kreista vel grisjuna og láta mjólkina helst í glerflösku og inn í ísskáp.
Færð góðar ódýrar glerflöskur í Ikea.
Já hollustan þarf ekkert að vera vesen .
Bara græja og eiga til í ísskáp.
Að byrja daginn vel er aðalmálið.