Kókosjógúrt með stökku múslí og kakómjólk
Ég vaknaði með brjálaða löngun í eitthvað stökkt og ferskt einn morguninn í Porto Cervo, Italy í sumar og þá varð þessi uppskrift til. Ég hef aðeins þróað hana eftir að ég kom heim og endurtekið oftar en ég get talið.
Ég verð að játa að suma daga borða ég morgunmat tvisvar yfir daginn, mér finnst einfaldlega morgunverður, grautar, búst, pönnukökur og ávextir eitt það besta sem ég fæ.
Ég er mjög hrifin af því að gera þennan graut og hella yfir hann uppáhalds kakóinu mínu, þetta hljómar kannski skrítið en þetta er í alvörunni algjörlegt æði og tekur grautinn á næsta stig! Hver elskar ekki smá kakó inní daginn...
Grauturinn fer sérlega vel í maga, dregur úr bólgum og eykur orku. Kókosjógúrtið inniheldur holla fitu sem veitir langvarandi seddu frameftir degi og chia fræin efla meltingu og gefa kraft fyrir daginn.
Kakó hefur ótal heilsuávinninga bæði fyrir líkama og sál. Kakó er sérlega ríkt af efninu theobromine sem er gjarnan kennt við vellíðan. Eitt af því merkilegasta við kakó að mínu mati er að það hjálpar þér að vinna betur úr öðru sem þú borðar með því.
Eitt af því heitasta frá LA eru allskyns góðir sveppir. Ég hef því tekið upp að bæta smávegis af reishi sveppa dufti frá four sigmatic sem gefur dúndur góða orku, eflir ónæmiskerfið og er algjör súperfæða. Kakóið er hægt að drekka síðar yfir daginn sem smá orku og vellíðunar skot og geymist vel í kæli.
Kókosjógúrt með chia, stökku múslí og kakómjólk
1 lítið kókosjógúrt frá veganmatur eða c.a ½ bolli eða svo (fæst í Nettó)
4 msk chia fræ lögð í bleyti með möndlumjólk eða annarri hnetumjólk
fersk jarðaber
ferskur banani
ferkst mangó eða kiwi
fersk mynta (alveg nauðsynleg)
Út á grautinn
ristaðar kókosflögur frá himneskri hollustu
hemp fræ frá himneskri hollustu
goji ber
stökka múslíið mitt frá uppskriftabókinni Lifðu til fulls sem er nú á sérstöku afmælistilboði (sjá súkkulaði sparí múslí á bls 77, kanilgott múslí á bls 81 eða spírað kínóa- og gráfíkjumúslí á bls 83 ef þú átt bókina).
Kakómjólk Júlíu
100 gr möndlur
2 bollar vatn (eða 1 ¾ bolli vatn ef þú ert að vekja upp reishi duftið kvöldinu áður)
2-3 döðlur eða 2 dropar stevia (ég notaði frá goodgoodbrand )
¼ tsk vanilludropar eða meira
ögn af sjávarsalti
2 matskeiðar kakóduft
1 pakki reishi duft frá Four Sigmatic (fæst hjá verslun mammaveitbest í kópavogi)
Gert kvöldinu áður:
Leggið chia fræin í bleyti og geymið í kæli.
Leggið möndlur í bleyti.
Ef þið notið reishi sveppa duft útí kakóið bætið einum skammti samanvið c.a ¼ bolla af heitu vatni og hrærið. Heitt vatn bætir upptöku á reishi sveppa duftinu og gerir það virkar.
1. Gerið himneska kakóið. Leggið möndlurnar í bleyti í 2-8 klst eða yfir nótt. Setjið allt í blandara og hrærið vel. Skolið í sigti. Rennið blöndunni síðan í gegnum grisjupoka eða nokkrum sinnum í gegnum sigti svo áferðin verði silkimjúk
2. Bætið kókosjógúrti og chia útí skál. Raðið berjum yfir og restinni af innihaldsefnum.
3. Hellið kakói yfir grautinn og njótið!
Ég vona að þú prófir, því þetta er svo einfalt! Ég breyti reglulega til um ávexti sem ég nota og oft geri ég kakóið og geymi í kæli. En kakóið geymist vel í 3-4 daga í kæli.
Viltu taka orkuna á næsta stig?
Við vorum að opna aftur fyrir skráningar í Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeið og sjáðu árangurinn sem komin er frá hópnum...
„Ég hef lést um 6,6 kíló, er mun orkumeiri og mataræðið komið á rétt ról! Langtíma blóðsykurinn er einnig búinn að lækka úr 13,8 í 8. Þar sem ég er með sykursýki eru þetta frábærar fréttir!"
- Erla sigurrós
,, Áður en ég byrjaði á námskeiðinu var ég oft þreytt, pirruð, mikið slen og byrjuð að vera illt í liðum í puttum. Með námskeiðinu náði ég að léttast um 3,5 mjög erfið kíló sem ég var alltaf að reyna að ná af mér! Maðurinn minn var með mér í þessu og hann hefur lést um 7 kíló á mánuði, bumban að fara og líðan hans mikið betri, meiri orka og bætt heilsa. Nú finnst mér gaman að vera holl og heilbrigð, við elskuðum allar uppskrifir og okkur leið eins og við værum úti að borða hvert kvöld!."
- Guðbjörg
Námskeiðið veitir þér aðgang að 30 daga matseðli (og helling af auka uppskriftum!) og skipulagið sem sparar þér tíma og vesen.
Til að læra meira um námskeiðið, helstu fæðuna til að borða fyrir meiri orku og frískari líkama var ég að opna fyrir ókeypis fyrirlesturinn ,,3 skref að meiri orku og frískari líkama”
Með skráningu á fyrirlesturinn lærir þú einnig betur um Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið sem Guðbjörg hér að ofan tók þátt í!
Heilsa og hamingja