Heitt chaga kakó
Í tilefni páska (eða mánaðar súkkulaðis, ef svo má segja) langar mig að deila með þér hollari leið til að njóta súkkulaðis.
Leið sem hefur jákvæð áhrif á jafnvægi, sköpunargleði, meltingu, orku og vellíðan.
Með chaga vellíðunar kakói.
Fylgstu svo með á Facebook síðu Lifðu til fulls í dag kl 17 þar sem ég verð með ykkur í beinni útsendingu. Ég fer yfir góð ráð til að njóta páskanna án þess að fara alveg út af sporinu og svara spurningum frá ykkur.
Chaga hvað?
Chaga er sveppur sem vex á birkitrjám, m.a. í Alaska, Síberíu og á fleiri köldum stöðum. Chaga ásamt öðrum læknandi sveppum (þ.a.m. reishi, lions mane sem dæmi) er adaptógen. Adaptógen í hnotskurn þýðir að hann vinnur á því sem líkaminn þarfnast hverju sinni.
Chaga er talinn stuðla að langlífi og styrkir ónæmiskerfið, getur lækkað blóðsykur og dregið úr bólgum og vinnur á kvíða. Sveppurinn hefur einnig verið notað í lækningartilgangi í áratugi, til að vinna á sykursýki, lifra-og hjartasjúkdómum sem dæmi.
Ég kynntist chaga fyrst á námskeiði hjá David Wolfe og síðan í gegnum bókina hans um þessa undrasveppi. Chaga er ofboðslega vinsælt í LA og fæst frekar nýlega á Íslandi í verslun veganbudin.is frá merki sem heitir Foursigmatic.
Hvernig á að nota chaga? (mjög mikilvægt)
Mikilvægt er að virkja (activate) chaga fyrir notkun. Þetta á við alla læknandi sveppi. Þá er heitu vatn einfaldlega hellt yfir duftið en þetta bætir upptöku þess.
Vinsælt er að drekka chaga sem drykk, í kakó, sem kaffi eða te. Þó vinsældir þess séu að aukast núna er þetta samt aldagömul aðferð sem var mikið notast við í bæði fyrri og seinni heimstyrjöld! Hér er einföld chaga uppskrift sem ég vona að þú prófir.
Eitt ráð sem ég geri ef ég vill setja chaga útí kaldan búst er að setja ¼ bolla af sjóðandi vatni yfir chagaduftið í bolla og kæla yfir nótt eða í smá stund áður en ég sett útí búst.
Chaga heitt kakó
1 lítil poki chagaduft frá Foursigmatic
1 ½ bolli möndlumjólk eða önnur jurtamjólk (t.d frá Biona)
1 msk kakóduft
1 msk kókospálmanektar frá Biona eða kókosykur frá Biona
1 tsk kókosolía
¼ tsk kanill
¼ tsk vanilludropar
1. Byrjið á því að sjóða vatn í katli. Hellið ½ bolla af sjóðandi vatni yfir chagaduftið.
2. Hitið möndlumjólk í potti.
3. Hrærið öllu saman í blandara. Bætið við meira af kakó og sætu eftir smekk.
Viltu vita leyndarmál mitt til að hreinsa líkamann af sykri eftir páska?
Þann 23.apríl kl. 20:00 ætla ég að halda ókeypis fyrirlestur frá netinu þar sem ég gef 3 einföld ráð til þss að hrista af þér páskaslenið, komast aftur á beinu brautina og losna úr vítahring sykurs.
Það eru aðeins takmörkuð pláss í boði svo tryggðu þér strax pláss með því að smella hér.
Heilsa og hamingja,