HOLLAR hveitiklíðs múffur með tvöföldu súkkulaði
Þessar múffur eru akkúrat það sem súkkulaði púkinn í okkur þarf á að halda.
Þær eru afar mjúkar og bragðgóðar.
Uppskrift er fyrir 12 múffur.
Hráefni:
1 ½ bolli af hveitiklíð
½ bolli af hreinum grískum jógúrt
¾ bolli af léttmjólk – skipta
2 tsk af vanillu extract
¾ bolli af ósætu cocoa dufti
¼ bolli af heilhveiti
2 tsk af lyftidufti
1 tsk af kanil
¼ tsk af salti
½ msk af kókósolíu
2 stór egg
¼ bolli af hreinu maple sýrópi – hafa það við stofuhita
3 msk af litlum súkkulaðibitum – skipta
Leiðbeiningar:
Forhitið ofninn í 220 gráður.
Berið létt í múffuform sem tekur 12 múffur.
Takið meðal stóra skál og hrærið í hana hveitiklíð, grískan jógúrt, ½ bolla af mjólk og vanillu extract. Leyfið blöndunni að standa í um 10 mínútur eftir að þú hefur hrært hana saman.
Takið aðra skál og hrærið í hana cocoa duftinu, heilhveiti, lyftidufti, kanil og salti.
Og í þriðju skálina skal hræra saman kókósolíunni og eggjahvítunum. Svo skal hræra saman við þetta sýrópinu. Bætið þessari blöndu saman við heilhveiti blönduna og hrærið mjög vel saman.
Hrærið nú úr skál tvö ásamt restinni af mjólkinni saman við aðal blönduna. Þetta skal hrærast vel saman.
Setjið súkkulaðibitana út í og passið að þeir blandist öllu deiginu.
Skiptið nú deigi jafnt í múffuformin og pressið nokkrum súkkulaði bitum efst á hverja múffu.
Látið bakast í 16-19 mínútur eða þar til toppurinn er stinnur viðkomu.
Múffur þurfa að fá að kólna í formi í nokkrar mínútur áður en þær eru teknar úr og settar á kæligrind.
Berið svo fram handa svöngum munnum og njótið vel.