Fara í efni

Mexican rúllur með avókadó eggjasalati og grænmeti

Þessar rúllur er fullkominn lágkolvetna máltíð og því tilvalin í hádeginu.
Mexican rúllur með avókadó eggjasalati og grænmeti

Þessar rúllur er fullkominn lágkolvetna máltíð og því tilvalin í hádeginu.

Uppskrift er fyrir 4-6, fer eftir skammtastærð.

Hráefni:

½ stórt avókadó eða 2 lítil

1 lítil kippa af kóríaner

85 gr af ristuðu grænu chilli (úr dós-hella vökva af)

2 hvítlauksgeirar

¼ tsk af paprikukryddi

½ tsk af cumin

Salt og pipar eftir smekk

1 grænn laukur eða ¼ af veljulegum lauk – saxa niður

4-6 blöð af grænkáli

1 paprika skorin í sneiðar

Safi úr einu lime

Rauðar pipar flögur til skreytingar

1-2 jalapeno

Auka salt og pipar til að krydda svo blönduna með

Baunaspírur til skreytingar

6 harðsoðin egg – nota rauðuna

Val: heimagert majó eða ólífuolía

Leiðbeiningar:

Skerðu eggin í tvennt. Taktu rauðuna og settu í matvinnsluvél eða blandara. Geymdu hvítuna þar til seinna.

Saxaðu kóríander og lauk.

Blandaðu nú saman avókadó, kóríander, græna chilli, krydd, hvítlauk, lauk og jalapenó ef þú notar það, allt fer þetta í blandarann eða matvinnsluvélina.

Látið blandast þar til hálfgert deig hefur myndast. Smakkaðu til ef þú þyrftir meira af salti og pipar. Bættu við olíunni ef þú vilt hafa blönduna vel mjúka.

Skerðu nú eggjahvítuna niður og blandaðu saman við salatið með skeið.

Næst þá skaltu þvo grænkálsblöðin og leggja á pappír. Þau þurfa að vera þurr.

Settu blöðin í örbylgjuna með skál af vatni til að hita þau í gufu svo þau verði mjúk. Þetta gerir auðveldara að rúlla þeim upp. Stilltu á 30 sekúndur.

Takið blöðin og setjið á disk.

Skerðu niður paprikuna.

Settu ¼ bolla af avókadó eggjasalatinu í hvert laufblað.

Toppaðu með paprikunni og jalapenó ef þú notar það.

Bættu svo lime safa ofan á ásamt baunaspírum og rauðu piparflögunum.

Kryddaðu eftir smekk með salti og pipar.

Berðu fram og njóttu vel!

Þetta má geyma í loftþéttu boxi í ísskáp í 5 daga.