Fara í efni

Nokkrar staðreyndir um kynslóð X

Í fjölmiðlum er talsvert fjallað um hópa fólks sem fætt er frá lokum seinni heimstyrjaldar og fram undir 1980. Í Bandaríkjunum er átt við svokallaða baby boomers, kynslóðina sem fædd er á árunum 1946 til 1964 og hins vegar generation X.
Nokkrar staðreyndir um kynslóð X

Í fjölmiðlum er talsvert fjallað um hópa fólks sem fætt er frá lokum seinni heimstyrjaldar og fram undir 1980.

Í Bandaríkjunum er átt við svokallaða baby boomers, kynslóðina sem fædd er á árunum 1946 til 1964 og hins vegar generation X. Fólk sem fæddist á árunum 1964 til 1980.

Í þeim hópi er fólk sem orðið er fimmtugt. Bandaríkjamenn sem fæddir eru á árunum 1965 til 1980 standa nú frammi fyrir aðstæðum sem tengjast starfi, efnahag og fjölskylduhögum sem getur gert þeim lífið erfitt segir, greinahöfundurinn Lynnette Khalfani-Cox. Hún fjallar um X kynslóðina í Bandaríkjunum í nýlegri grein á vefnum aarp.org. Lifðu núna endursagði og stytti.

Kynslóð X í skuldafeni

Hinn dæmigerði fulltrúi kynslóðar X skuldar að meðaltali um 15,2 milljónir íslenskra króna eða 125.000 bandaríkjadali. Inni í þeirri tölu eru húsnæðisskuldir, kreditkortaskuldir, bílalán, námslán og aðrar persónulegar skuldir. Meðalskuldir fullorðins Bandaríkjamanns eru 88.000 dali eða um 10,7 milljónir íslenskra króna.Þeir sem eru eldri en kynslóð X skulda að meðaltali um 87.400 dali um 10 milljónir króna. Svokallaðir Millennials, fólk sem er fætt á árunum 1980 til aldamóta, virðist tregari til þess að taka lán en þeir sem eldri eru og skulda að meðaltali um 52.000 dali eða 6,3 milljónir króna.

Bera ábyrgð á foreldrum sínum

Kynslóð X ber ekki aðeins ábyrgð á eigin börnum heldur þarf fólk úr þeim hópi oft að hjálpa öldruðum foreldrum sínum. Það skýrir líka hvers vegna um helmingur X kynslóðarinnar heldur því fram að þeir þurfi að taka mun meiri fjárhagslega ábyrgð heldur en afar þeirra og ömmur þurftu að gera. 39% hópsins telja jafnframt að þeir muni aldrei ná að njóta þess fjárhagslega öryggis sem kynslóð foreldra þeirra naut. Þau eru svartsýn á fjárhagslega framtíð sína. Það að framfleyta fjölskyldu á meðan laun og vinnumarkaður staðna hefur valdið því að stór hluti kynslóðar X er áhyggjufullur yfir framtíðinni. Einn af hverjum fimm sér eftirlaunaaldur sem . . . LESA MEIRA