Sjúkraþjálfun eða lyf?
Meðhöndlum meinið. Sveinn Sveinsson sjúkraþjálfari varar við ofnotkun verkjalyfja.
Samkvæmt rannsóknum geta sum þeirra aukið líkur á hjartaáfalli en öll hafa þau misalvarlegar aukaverkanir sem valda fólki ama.
Þó svo að ólyfseðilskyld verkjalyf geti slegið tímabundið á verki eru þau ekki ætluð sem langtímalausn við verkjum. Í leiðbeiningum sem fylgja þeim má lesa að aukaverkanir geta verið misalvarlegar. Samkvæmt rannsókn um notkun díklófenak-lyfja, sem birtist nýverið í fræðiritinu PLOS Medicine, kemur fram að þau auka líkur á hjartaáfalli. Þar á meðal er lyfið Voltaren Dolo, sem er mikið notað hérlendis en Voltaren Dolo er talið bera með sér svipaða áhættu og lyfið Vioxx sem tekið var af markaði árið 2004.
Sveinn bendir á að aðgengið að þessum verkjalyfjum sé óheft og þau mikið auglýst, einnig að verkjalyf í sjálfu sér séu ekki slæm ef þau eru notuð skynsamlega. Hans tilfinning er hins vega sú að verkjalyf séu notuð í mun meiri mæli en áður. Langvarandi notkun slíkra lyfja getur haft . . . LESA MEIRA
Af vef gaski.is