Fara í efni

Spínat og járn

Spínat og járn

Vissir þú að næringarinnihald spínats breytist eftir því hvernig það er meðhöndlað?

Mig langar að deila með þér nokkru sem getur hjálpað þér að finna út hvort þú ættir að borða spínat hrátt eða eldað. Er þetta jafnframt eitthvað sem hefur hjálpað konum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun að auka járninntöku um allt að 24% frá fæðunni!

Járnskortur er eitthvað sem getur verið algengur hjá okkur konum og er járn eitt af lykilvítamínum eftir fertugt eins og ég deildi hér.

Járn

í flestum tilfellum stafar járnskortur af blóðmissi með tíðablóði. Stundum stafar járnskortur af meltingarsjúkdómum eða þá lélegs mataræðis.. Einkenni járnskorts eru meðal annars slappleiki, þreyta, föl húð, særindi í munni, handa og fótakuldi, ör eða þungur hjartsláttur, andþyngsli og svimi.

Oxalsýra

Spínat inniheldur efni sem kallast á ensku, oxalic acid eða oxalsýra sem gerir það að verkum að það verður erfiðara fyrir líkamann að taka upp steinefni eins og kalk og járn. Að elda spínat getur gert járn aðgengilegra fyrir líkamann og þar með aukið járninnihald spínats.

Sjáum dæmi hér:

Hrátt spítan (1 bolli) Eldað spínat (1 bolli)
Járn (mg) 0.8 6.5
Kalsíum (mg) 30 245

Járn finnst einnig ríkulega í fæðutegundum eins og fiski, ávöxtum, appelsínum, appelsínusafa, mandarínum, jarðaberjum, grape, brokkolí, brussel sprouts, tómötum, tómatsafa, grænni og rauðri papríku, baunum, hnetum, aprikósum, sveskjum og rúsínum.

Með því að elda spínat, hvort sem það sé að gufusjóða, léttsteikja eða nota í pottrétt verða næringarefni eins og járn 24% aðgengilegri í samanburði við að borða hrátt spínat. Hins vegar er c-vítamín innihaldið meira í hráu spínati.

Það eru enn fleiri næringarefni heldur en c-vítamín og járn sem eru breytileg í næringargildi spínats eftir því hvort það er eldað eða ekki, en mér þótti þetta áhugavert að deila með þér og eitthvað til umhugsunar. Svo ef þú vilt auka járnmagn veldu þá að elda spínat og ef þú vilt efla ónæmiskerfið neyttu þess frekar hrátt.

Spínat er dásamleg fæða rík af A vítamíni sem er mikilvægt fyrir sjónina, eðlilega slímhúð, virkt ónæmiskerfi, vöxt, frumuskiptingu og frjósemi, E vítamín sem hindrar öldrun húðarinnar, örvar ónæmiskerfið, aðstoðar við súrefnisflutning og bætir blóðrásina, fólat (sem konum sem hyggja á barneignir t.d) og kalki sem er mikilvægt fyrir bein- og tannheilsu.

Ef svo er máttu deila með vinum þínum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem glímir við járnskort. 

Neytir þú spínats daglega? Og vaknar jafnvel spurnig hjá þér núna hvort þú eigir að neyta þess hrátt eða eldað?

Heilsa og hamingja,
jmsignature