Sykur og glútenlausar hollustupönnukökur - gaman að bjóða uppá
Fékk ofsalega löngun í pönnukökur og bjó til þessar hollustupönnsur. Já ég veit þær líta alls ekki út eins og þessar klassísku þunnu pönnukökur eins og maður fékk hjá ömmu í gamla daga. Enda eru þessar alveg án sykurs og hveitis og eru þar með glútenlausar. Þessa uppskrift fékk ég og breytti aðeins úr bókinni “Wheat Belly: Cookbook” mæli með bæði þessari bók og eins bókinni sem kom út á undan matreiðslubókinni sem heitir “Wheat Belly.” Mjög áhugaverð lesning um hveiti, þróun þess og hvaða áhrif það hefur og getur haft á heilsufar okkar mannfólksins.
Sykur og glútenlausar hollustupönnukökur
Fékk ofsalega löngun í pönnukökur og bjó til þessar hollustupönnsur.
Já, ég veit þær líta alls ekki út eins og þessar klassísku þunnu pönnukökur eins og maður fékk hjá ömmu í gamla daga enda eru þessar alveg án sykurs og hveitis og eru þar með glútenlausar.
Þessa uppskrift fékk ég og breytti aðeins úr bókinni “Wheat Belly: Cookbook” mæli með bæði þessari bók og eins bókinni sem kom út á undan matreiðslubókinni sem heitir “Wheat Belly.” Mjög áhugaverð lesning um hveiti, þróun þess og hvaða áhrif það hefur og getur haft á heilsufar okkar mannfólksins.
Innihald:
- 3 bollar möndlumjöl
- 1 msk möluð hörfræ
- ½ tsk sjávarsalt
- ½ tsk matarsódi
- 3 stór egg
- ¾ bolli möndlumjólk eða kókosmjólk
- 2 msk kókosolía (bráðin)
- Kókosolía til steikingar
Aðferð:
- Þurrefnunum blandað saman í skál.
- Eggin eru pískuð í annarri stærri skál (t.d. í hrærivél).
- Mjólkinni og olíunni bætt við eggin og blandað vel saman.
- Hægt og rólega er möndlumjölsblöndunni blandað saman við eggjablönduna – matskeið fyrir matskeið.
- Áferð deigsins ætti að vera svipað og venjulegt pönnukökudeig nema aðeins grófara.
- Ef deigið er of þykkt bættu þá við 1 msk af möndlumjólk.
- Smá kókosolía sett á pönnu og haft á meðalhita.
- Það er ágætt að hafa pönnsurnar í minni kantinum til að ráða betur við þær. Möndlumjölið getur haft þau áhrif að þær haldist ekki nógu vel saman – ef þær eru litlar þá verður þetta ekkert mál.
- Steikt í u.þ.b. 3 mínútur á hlið eða þar til loftbólur myndast. Gott líka að hreyfa þær aðeins til á pönnunni með spaða og fylgjast með hvernig liturinn er undir. Passa líka hitann – þær eru fljótar að brenna.
Það er einnig hægt að nota þetta deig og gera þetta í vöfflujárni.
Æðislegar með stöppuðu avokadó, hnetusmjöri eða jafnvel túnfisksalati. Sjá hér uppskrift að túnfisksalati.
Geymast í loftþéttu íláti í kæli. Fínt að nota þessar í nestið.
Njótið!
Með heilsukveðju,
Ásthildur Björns
Hjúkrunarfræðingur B.Sc
Heilsumarkþjálfi
ÍAK-einkaþjálfari