11 ástæður fyrir því að þú ert alltaf þreytt/ur
Eru þreyta og slen að fara með þig?
Ef svo er þá skaltu venja þig af eftirfarandi slæmum ávönum og þú getur breytt þessu til hins betra.
Of lítill svefn er ekki það eina sem dregur úr þér orkuna. Það eru líka litlu hlutirnir sem þú gerir (eða gerir ekki) sem geta dregið úr þér allan kraft og orku, bæði líkamlega og andlega.
Þú ert ekki næginlega dugleg/ur í vatninu
Að finna jafnvel bara fyrir örlitum vatnsskorti tekur sinn toll af þinni orku. Vökvatap orsakar það að blóðflæðið dregst saman sem gerir það að verkum að blóðið verður þykkra. Þetta krefur hjartað um að pumpa óreglulega sem orsakar það að það dregur úr hraða súrefnis í blóðið og þar af leiðandi þeim næringarefnum sem vöðvar og líffæri þarfnast.
Mataræðið er ekki næginlega ríkt af járni
Skortur á járni getur fyllt þig af sleni, pirringi, þér finnst þú veikburða og átt erfitt með að einbeita þér. Ástæðan fyrir þessu er sú að minna af súrefni er að ferðast með blóðinu en ella. Bættu meira af járnríku fæði í mataræðið til að draga úr áhættunni á blóðleysi. Má nefna nýrnabaunir, tófú, egg og allt dökkgrænt grænmeti.
Ertu með fullkomnunaráráttu?
Ertu að hamast við að vera fullkomin/n? Veistu, þú getur hætt því núna því enginn er fullkominn. Eina sem þetta gerir þér er að þú hamast við að vinna og þá meira en þú þarft og þú setur þér allt of há markmið og útkeyrir sjálfri/sjálfum þér. Á endanum uppskerð þú svo ofþreytu og ert búin/n að vinna yfir þig eða æfa yfir þig. Passaðu upp á að lenda ekki í þessum vítahring.
Þú gerir úlfalda úr mýflugu
Þú heldur alltaf að það versta sé að fara að gerast. Ef yfirmaðurinn kallar í þig á óvæntan fund þá ertu viss um að það eigi að reka þig. Þú hræðist hjólið þitt því þú ert svo hrædd/ur um að lenda í slysi. Þú hugar alltaf að það versta sem gæti gerst muni gerast. Ef þú stendur þig að verki að hugsa svona skaltu draga djúpt andan og spyrja sjálfa/n þig: Hversu líklegt er það virkilega að það versta sem gæti gerst, gerist?
Enginn morgunmatur
Maturinn sem þú borðar er bensínið sem líkaminn þarf til að virka rétt. Og þegar þú sefur heldur hann áfram að nota það sem þú fékkst þér í kvöldmat til að halda pumpunni í gangi og súrefni flæðandi. Þannig að þegar þú svo vaknar á morgnana þá þarftu að fylla aftur á tankinn. Ef þú sleppir því þá ferðu að finna fyrir sleni og þreytu. Að borða morgunmat er eins og að þjófstarta brennslunni. Mundu bara að hollur og prótein ríkur morgunmatur er það allra besta fyrir líkama og sál.
Ekkert nema ruslfæði
Matur sem er ekkert nema sykur (eða svona næstum því) eins og þessi sem þú kaupir í bílalúgunni, dúndrar líkamann fullan af kolvetnum sem svo hækkar blóðsykurinn. Endalaust jójó með blóðsykurinn upp og niður orsakar þreytu sem getur varið út daginn.
Kanntu ekki að segja nei?
Að þóknast öðrum lendir oftast mest á þér sjálfri/sjálfum og þinni orku og hamingju. Og til að gera þetta aðeins verra þá getur það að segja aldrei nei við neinu gert þig grama/n og reiða/n með tímanum. Æfðu þig í að segja nei á jákvæðan hátt, það er nefnilega í lagi að segja nei stundum.
Vínglas eða tvö fyrir svefn
Drykkur fyrir svefninn hljómar afar vel, gott að ná sér niður eftir langan dag og svona, en þessi drykkur eða drykkir geta dregið dilk á eftir sér. Áfengi bælir niður miðtaugakerfið og sem gerir það að verkum að þú finnur fyrir róandi verkun. En áfengi eyðileggur svefninn. Það vita allir sem hafa drukkið áfengi að ansi oft er vaknað um miðja nótt og þá búið að sofa illa það sem af er nóttu. Fáðu þér frekar góðan bolla af tei fyrir svefn.
Ertu að svara tölvupóstum upp í rúmi?
Ljósið af tölvunni eða spjaldtöldunni getur haft það að verkum að það dregur verulega úr framleiðslu líkamans á melatonin, hormónið sem að hjálpar þér að sofa vel. Gott að forðast alla tækni einum til tveimur klukkutímum fyrir svefn.
Þú treystir á koffein til að komast í gegnum daginn
Að byrja daginn á bolla af kaffi er allt í lagi, staðreyndin er sú að rannsóknir sýna að 3 bollar af kaffi á dag séu góðir fyrir þig. En að nota koffein til að halda orkunni yfir daginn er afar óhollt. Þetta hefur áhrif á svefninn og mælt er með að hætta að drekka kaffi eða koffein ríka drykki seinnipart dags.
Þú ferð of seint að sofa um helgar
Að sitja yfir sjónvarpsglápi fram eftir öllu á laugardagskvöldi og sofa út á sunnudegi skemmir svefnmynstrið fyrir næstu vinnu viku. Þú vaknar pirruð/pirraður og úrill/ur á mánudagsmorgni því þú lást andvaka nóttina áður. Þó þú farir seint að sofa um helgar þá er mælt með því að hafa sig á lappir snemma daginn eftir og taka þá frekar „powernap“ seinnipart dags heldur en að sofa langt fram yfir hádegi á sunnudegi.
Heimild: health.com