Húllafjör á Eiðistorgi sunnudaginn 4. September, kl. fjögur til sex - Komdu að húlla!
Húllafjör Húlladúllunnar sló heldur betur í gegn á Eiðistorgi í sumar! Það er því með mikilli ánægju sem Húlladúllan tilkynnir að húllafjörið mun halda áfram á Eiðistorgi í allan vetur!
Fyrsta húllafjör vetrarins verður núna um helgina, sunnudaginn 4. September, klukkan fjögur til sex.
Í september gefst þáttakendum á húllafjöri tækifæri til þess að læra Húlladagsdansinn en Húllahoppdeginum (World Hoop Day) verður fagnað um allan heim 1. Október og að sjálfsögðu verður húllað stuð á Eiðistorgi af því tilefni.
Það eru allir velkomnir á Húllafjör, bæði stórir og litlir. Húlladúllan verður með heila hrúgu af húllahringjum; litla krakkahringi, hringi fyrir fullorðna og nokkra risahringi. Þáttakendum er boðið að koma og prófa að húlla, Húlladúllan mun ganga á milli, gefa góð ráð og kenna skemmtileg trix.
Húllafjörið og kennslan er ókeypis en þáttakendur eru hvattir til að leggja nokkra aura í söfnunarbaukinnsvo Húlladúllan geti búið til ennþá fleiri hringi og haldið áfram að kynna dásemdir húllahringjanna!
Húlladúllan gerir frábæra húllahringi og þeir sem vilja eignast góðan hring geta keypt tilbúinn hring á Eiðistorgi eða pantað hjá henni hring í litum að eigin vali.
Það geta allir lært að húlla og það er ótrúlega gaman! Komið og prófið, það er alltaf gott veður undir pálmanum á Eiðistorgi! Takk Seltjarnarnesbær og bókasafn Seltjarness fyrir frábæra aðstöðu og samstarf!