Fara í efni

Að hafa barn á brjósti, hvers vegna?

Það er aldrei of snemmt að hugsa um það hvort þú ætlar að hafa barnið þitt á brjósti eða ekki. Í dag hafa flestar konur börn sín á brjósti.
Best fyrir barnið þitt er að hafa það á brjósti
Best fyrir barnið þitt er að hafa það á brjósti

Það er aldrei of snemmt að hugsa um það hvort þú ætlar að hafa barnið þitt á brjósti eða ekki. Í dag hafa flestar konur börn sín á brjósti.

Það er ekkert betra fyrir þitt barn en að fá brjóstamjólk fyrstu mánuði lífs síns, hérna eru nokkrar góðar ástæður sem ekki er hægt að hunsa.

 

 

- Brjóstamjólk er eini nátturulegi maturinn sem er hannaður fyrir barnið þitt.

- Að hafa barn á brjósti ver það gegn sýkingum og sjúkdómum.

- Brjóstamjólkin er það hollasta sem barn þitt getur fengið á fyrstu mánuðum lífs síns.

- Að hafa barn á brjósti er einnig gott fyrir nýbakaða móðir.

- Brjóstamjólk er ókeypis.

- Hún er til staðar hvar og hvenær sem er, þegar barnið þitt þarfnast hennar.

- Hún er alltaf með rétt hitastig.

- Hún tengir móður og barn sterkum böndum.

- Og af hafa barn á brjósti fær þig til að finnast þú virkilega vera að afreka eitthvað ótrúlegt.

Ávinningurinn fyrir barnið.

Að  hafa barn þitt á brjósti er það heilsusamlegasta sem þú getur gert fyrir barnið. Það er mælt með því að hafa barn á brjósti í að minnsta kosti 6 mánuði og þá eingöngu á brjósti.

Eftir 6 mánuði er mælt með að gefa barni brjóst með öðrum mat sem það er farið að borða.

Það er best fyrir barnið að vera á brjósti. Hérna eru nokkrar ástæður hvers vegna.

Minni hætta að niðurgangi og uppköstum og spítalaferðir ættu að vera afar fáar vegna veikinda.

Færri pestir eins og kvef og eyrnabólga.

Minni líkur á að barnið fái harðlífi.

Minni líkur á að barnið verði of feitt og gæti þar af leiðandi lent í áhættu hóp um að fá sykursýki 2 og aðra sjúkdóma seinna á lífsleiðinni.

Minnkar líkur á að barnið fái exem.

Hvort sem þú ert að mjólka mikið eða lítið að þá skiptir allt máli. Sumar konur mjólka ekki mikið og þurfa að gefa pela með, en mælt er með því að hætta samt ekki að gefa brjóstið með.

Þurrmjólk inniheldur ekki sömu næringarefni og brjóstamjólkin og gefur ekki sömu vörn og hún. Brjóstamjólkin lagar sig að þörfum barnsins.

Þinn ávinningur sem nýbökuð móðir.

Að  hafa barn á brjósti er ekki bara gott fyrir barnið, heldur hefur það afar jákvæð áhrif á heilsu móðurinnar. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því.

Það lækkar líkurnar á að fá brjóstakrabbamein eða krabbamein í eggjastokkana.

Þú ert fljótari að ná af þér aukakílóunum sem bættust á á meðgöngu.

Sparar þér peninga.

Og byggir sterk tengsl milli þín og barnsins.

Ef þú ert eingöngu að gefa barninu brjóst þá seinkar það blæðingum hjá þér. Þannig að þegar byrjað er að stunda kynlíf aftur, þá þarf að hafa allt í standi varðandi getnaðarvörn.

Algengur misskilningur varðandi brjóstagjöf.

Margar goðsagnir og sögur eru til um brjóstagjöf og hafa sumar þeirra verið sagðar tilvonandi mæðrum. Sögur sem að amma þín heyrði og sagði mömmu þinni og þannig koll af kolli. Margar af þessum sögumsögnum eru úreltar.

Hversu margar af þessum hefur þú heyrt og getað skilið á milli staðreyndar og skáldskapar ?

1. Það er ekki vinsælt, aðeins lítill hluti kvenna hefur sín börn á brjósti í þessu landi.

staðreynd: 78% af konum eru með börn sín á brjósti.

2. Brjóstin á þér verða lafandi og ljót.

staðreynd: Að hafa barn á brjósti er ekki orsökin fyrir því að brjóst síga, heldur er það aldurinn eða þyngdartap og jafnvel þyngdaraukning.

3. Þurrmjólkin er nánast það sama og brjóstamjólk.

staðreynd: Þurrmjólk er alls ekki eins og brjóstamjólk. Hún er verksmiðjuframleidd og hefur þar af leiðandi ekki þessi mótefni, lifandi frumur, ensími eða hormóna sem verja barnið þitt fyrir sýkingum og sjúkdómum seinna á lífsleiðinni.

4. Fólki líkar ekki að sjá konur með barn á brjósti á opinberum stöðum.

staðreynd: Könnun sýndi að meirihluti af fólki er alveg saman hvort að kona sé að gefa barni sínu brjóst á almenningsstöðum. Og því meira sem það er gert, þeim mun eðlilegra verður það.

5. Það er auðvelt fyrir sumar konur að hafa barn á brjósti, en aðrar framleiða ekki eins mikla mjólk.

staðreynd: Allar konur eru líkamlega gerðar til að hafa barn á brjósti. Allar konur ættu að læra það og æfa sig svo það verði auðveldara þegar barnið fæðist.

6. Ef ég er með barnið á brjósti þá er úti um heitt kynlíf með manninum.

staðreynd: Eftir að þú hefur átt barnið þá er það þitt að ákveða hvenær þú ert tilbúin til að stunda kynlíf aftur. Sama hormónið og framleiðir brjóstamjólk (oxytocin), fer einnig í framleiðslu þegar kynlíf er stundað. Þegar á kynlífinu stendur gæti lekið úr brjóstunum, en það er fullkomlega eðlilegt.

Ástæður fyrir því afhverju þú ættir ekki að hafa barnið þitt á brjósti.

Það getur komið fyrir að það er ekki æskilegt að hafa barn á brjósti. Sem dæmi, ef þú ert HIV smituð eða að taka inn lyf sem gætu skaðar barnið.

Heimildir:  www.nhs.uk