Aníta Hinriksdóttir og Snorri Sigurðsson byrja vel
Aníta Hinriksdóttir ÍR varð í 4. sæti í 400 m á hlaupamóti í Oordegem Belgíu í morgun.
Aníta hljóp á 55,59 sek en hún hefur verið á þungu prógrammi undanfarið og því var tíminn ekki nálægt hennar besta.
Hún á best 54,29 sek utanhúss síðan á Smáþjóðaleikunum í maí fyrir nákvæmlega ári síðan.
Þetta er hraðasti tími ársins hjá íslenskri konu það sem af er utanhússtímabilinu. Mótið er mjög sterkt en eftir hádegið hefst aðalhluti þess en þar hefði Aníta átt heima í góðu 800m hlaupi.
Snorri Sigurðsson keppti í dag í 800m á sterku hlaupamóti í Oordegem í Belgíu.
Snorri hljóp á 1:53,38 mín sem er fín byrjun hjá honum og hans 4. besti tími utanhúss frá upphafi en hann á best 1:52,99 mín síðan 2012.
Snorri hljóp á 1:58 fyrir 2 vikum síðan á vormóti HSK en hann er að koma til baka eftir aðeins 3 mánaða æfingar eftir erfitt meiðslatímabil allt utanhússtímabilið 2013.
Snorri var 8. í sínum riðli en mikill fjöldi keppenda er á mótinu. Til að mynda voru 102 konur að hlaupa 800m í dag og er það hreint ótrúlegur fjöldi.
Sendu okkur mynd á Instagram #heilsutorg