Anita sigraði í Amsterdam
ÍR tekur um helgina þátt í Evrópumóti félagsliða í frjálsum en keppni í B-riðli fer fram í Amsterdam og hófst í morgun.
Nokkrum greinum er þegar lokið og hafa ÍR-ingar staðið sig með ágætum og eru konurnar í öðru sæti í stigagjöfinni eftir sjö keppnisgreinar en karlarnir í sjötta sæti af tíu eftir sjö greinar.
Anít Hinriksdóttir er sú eina úr ÍR sem hefur sigrað til þessa, en hún kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi á 2.03,68 og fékk 10 stig fyrir það.
Hilmar Örn Jónsson krækti í 9 stig með því að verða annar í sleggjukasti með 66,33 metra kast og Kristín Birna Ólafsdóttir fékk 9 stig fyrir annað sætið í 400 metra grindahlaupi sem hún hljóp á 1.00,94.
Einar Daði Lárusson varð þriðji í hástökki er hann vippaði sér yfir tvo metrana og fékk átta stig fyrir það líkt og Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir sem varð þriðja í 200 metra halupi.
Fríða Rún Þórðardóttir næringafræðingurinn okkar hér á Heilsutorgi varð í 5. sæti í 3000 metra hlaupi.
Sendu okkur mynd á Instagram #heilsutorg