B7 vítamín fyrir rétt efnaskipti í líkamanum
En hvað er B7 vítamín ?
B7 vítamín er betur þekkt sem Biotin og er vatnsleysanlegt næringarefni og einnig partur af B-vítamín fjölskyldunni.
B-vítamín styður við nýrnahettu virkni, róar og viðheldur heilbrigðu taugakerfi og er nauðsynlegt fyrir efnaskipti í líkamanum. Biotin er nauðsynlegt fyrir brennslu kolvetna og fitu.
Afhverju er B7 vítamín nauðsynlegt ?
Biotin er mikilvægt þegar kemur að efnaskiptum í líkamanum. Án biotin geta mörg ensími hætt að virka sem skyldi og alvarlegar afleiðingar þess koma í ljós eins og húðsjúkdómar, sjúkdómar í görnum og taugakerfi.
Biotin getur hjálpað til við að lækka glúkósa í blóði hjá fólki sem er með sykursýki 2.
Einnig er biotin nauðsynlegt fyrir heilbrigðar neglur og hár.
Hver eru merkin um vöntun á biotin í líkamanum ?
Skortur á biotin í líkamanum er afar sjaldgæfur.
Ráðlagður daglegur skammtur er frekar lítill og næst oftast úr fæðunni sem þú borðar. En löng notkun á sumum lyfjum eins og t.d lyf við flogaveiki eða mikið notkun á sýklalyfjum getur dregið úr því að líkaminn fái sitt biotin. Einnig ef borðað er mikið af hráum eggjahvítum.
Einkenni skorts á biotin eru t.d þurr húð, brothætt hár og mikið hárlos, þreyta, iðrabólgur, vöðvaverkir og taugakerfið getur farið úr skorðum.
Hversu mikið, og hvaða tegund þarf fullorðinn einstaklingur ?
Bandaríska Food and Nutrition Board of the National Academy of Science´s Institute of Medicine mælir með að þeir sem eru 19 ára og eldri taki 30 mcg daglega. Konur með barn á brjósti ættu að taka 35 mcg. Mælt er með að taka B-Complex því það inniheldur flest þau B-vítamín sem við þurfum, eins og thiamine, B12, riboflavin og niacin.
Hvað á barn að taka mikið ?
Bandaríska Food and Nutrition Board of the National Academy of Science´s Institute of Medicine mælir með 5 mcg sem daglegum skammti fyrir 0-6 mánaða gömul börn. 6 mcg fyrir börn frá 7-12 mánaða, 8 mcg fyrir börn 1-3 ára, 12 mcg fyrir börn 4-8 ára, 20 mcg fyrir börn 9-13 ára og 25 mcg fyrir unglinga upp að 19 ára aldri. Oftast er best að ná í biotin í gegnum fjölvítamín ætlað börnum.
Ráðlagt er að ræða við barnalækninn áður en byrjað er að gefa börnum vítamín.
Hvernig færðu nóg af B7 vítamíni - biotini úr mat ?
Flest allir heilbrigðir einstaklingar sem ekki eru ófrískir fá nóg af biotin í gegnum mataræðið.
Sá matur sem ríkur er af biotin eru kjöt, barley,sykurlaus morgunkorn, eggjarauður, mjólk, soja, gróft hveiti, avókadó, brauð, brokkólí, blómkál, ostur, kjúklingur, fiskur, baunir, sveppir, hnetur, svínakjöt, kartöflur og spínat. Þannig að það er ansi fjölbreytt fæði sem inniheldur biotin – B7 vítamín.
Eru einhverjar áhættur ef þú tekur of mikið af B7 vítamíni ?
Nei, það er vatnsleysanlegt vítamín og ef of mikið af því er tekið þá pissar þú því sem líkaminn þarf ekki að nýta.
Er eitthvað annað sem þarf sérstaklega að hugsa út í varðandi biotin – B7 ?
Ef þú ert flogaveik/ur þá hefur það áhrif á upptöku biotins í líkamanum. Einnig ef þú þarft að vera á löngum kúrum af sýklalyfjum þá þarf að taka biotin aukalega.
Heimild: drweil.com