Fara í efni

Er nöldur banvænt?

Fréttir um að nöldur sé að drepa karlmenn er mikið uppblásin. Ekkert er til sem að getur sannað þetta.
Það er afar leiðinlegt að hlusta á nöldur
Það er afar leiðinlegt að hlusta á nöldur

Fréttir um að nöldur sé að drepa karlmenn er mikið uppblásin. Ekkert er til sem að getur sannað þetta.

“Að nöldra getur drepið menn, segir í einni rannsókn” en frá þessu er sagt í The Independent. Dönsk rannsókn sýndi að nöldur hefur slæm áhrif á bæði kynin en að karlmenn séu viðkvæmari.

Nöldur eða munnleg svívirðing

Öll pör rífast stundum og flest okkar nöldra í þeim sem við elskum þegar við erum pirruð eða þreytt.

En ef þér finnst þú verða fyrir óþæginlegum munnsöfnuði sem á að vera ógnandi, niðurlægjandi og draga úr sjálfstrausti þínu að þá ert þú að lenda í munnlegum svívirðingum.

Vísindamenn segja að „óhóflegar kröfur“ frá maka, fjölskyldu eða nágrönnum geti valdið streitu hjá fólki í kjölfar rifrilda og almennra áhyggja sem aftur geti leitt til hjartasjúkdóma og dregið úr virkni ónæmiskerfisins sem auðveldar aðgengi annarra sjúkdóma.

Þetta virðist hafa meiri áhrif á karla en konur því ólíkt konunum þá opna þeir sig ekki um vandamálin við nána vini eða fjölskyldu. Vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla, sem gerðu rannsókn á þessu, segja að karlar trúi oft aðeins eiginkonum sínum eða unnustum fyrir vandamálum og það geti verið þær sem valdi vandanum og því hafi þeir engan til að trúa fyrir hlutunum.

Konur eru yfirleitt með fleiri í kringum sig sem þær tala við um sín persónulegu mál.

Rannsóknin náði til 9.875 danskra karla og kvenna á aldrinum 36 til 52 ára og stóð yfir í 11 ár. Þátttakendur svöruðu spurningum til að hægt væri að kortleggja hversu oft þeir stæðu frammi fyrir kröfum eða ættu í deilum við makann, fjölskylduna eða aðra.

Yfir þetta 11 ára tímabil létust 196 af þáttakendunum af völdum hjartasjúkdóma, krabbameins, vegna áfengis notkunar og sjálfsvíga.

Á grundvelli svara þátttakenda reiknuðu vísindamenn út líkurnar á ótímabærum dauða með tilliti til hversu oft þeir látnu sögðust hafa rifist eða hafa þurft að þola nöldur. Í ljós kom að karlar sem sögðust hafi þurft að þola miklar kröfur frá maka, fjölskyldu og vinum voru tvisvar sinnum líklegri til að deyja ótímabærum dauða. Konur sem höfðu upplifað sömu hluti voru 34 prósent líklegri til að deyja ótímabærum dauða.

Heimildir: nhs.uk