Fara í efni

Bindur vonir við ávísun hreyfiseðla frá læknum

Bindur miklar vonir við þróunarverkefni innan Velferðaráðuneytisins sem byggir á því að læknar ávísi hreyfiseðlum í stað lyfseðla og segir hluta vandans vera sá að lyfjagjöf sé oft fyrsta úrræði. Víðir Þór Þrastarson, íþrótta- og heilsufræðingur , Spurt og svarað.
Fólki líður vel eftir góða hreyfingu.
Fólki líður vel eftir góða hreyfingu.

Víðir Þór Þrastarson, íþrótta- og heilsufræðingur, bindur miklar vonir við þróunarverkefni innan Velferðaráðuneytisins sem byggir á því að læknar ávísi hreyfiseðlum í stað lyfseðla og segir hluta vandans vera sá að lyfjagjöf sé oft fyrsta úrræði.  Víðir Þór segist sannfærður um að hreyfing og hollur matur stuðli alltaf að betri líðan.

Víðir hóf haustið á grein um þunglyndi og líkamsrækt og spurðu lesendur hann nánar út í málin. Víðir segist sannfærður um að ef einstaklingar hreyfa sig reglubundið og borða hreinan og hollan mat, eiga þeir að geta haldið góðri heilsu og verið lyfjalausir fram eftir aldri. Nú ef einstaklingar þurfa að vera á lyfjum, bendir Víðir á hjálplega punkta, í pistli sínum Þunglyndi og líkamsrækt, hvernig hægt sé að hætta rólega á þeim, með samráði læknis, og lifa lyfjalausu lífi. 

Víðir tók líka á leiðsögn fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt. Hann tók dæmi um konu sem kom til hans með hrakandi heilsu og þunglyndiseinkenni. Hún tók út allan sykur, borðaði hollari mat og fór að hreyfa sig og öll einkenni sem hún fann fyrir hurfu og hún þurfti ekki lengur á lyfjum að halda. 

Spurning:
Hvað myndir þú ráðleggja ungu fólki sem hefur glímt við þunglyndi og eru á lyfjum (sumir í niðurtröppun eða vilja hætta á lyfjum, þá með samráði læknis) í hreyfingu og mataræði?

World Class ráðgjafar svara:

Að stunda líkamsrækt daglega, að taka hæfilega vel á því á hverri æfingu, ná púlsinum vel upp, í 80-90% af hámarks ákefð, stuttar lotur í einu samt og passa vel upp á teygjur í lok æfinga. Þarna eru þol (hiit) æfingar bestar. Hvað mataræðið varðar þá myndi ég forðast unnin matvæli, sykur, hvítt hveiti og áfengi. Taka fjölvítamín og omega 3. Með þessu móti er ég sannfærður um að fólki mun líða betur.

Spurning:

Hvað myndir þú ráðleggja konum sem finna fyrir fæðingarþunglyndi? (oft erfitt að vera innan um fólk)

World Class ráðgjafar svara:

Fjölmargt, fyrir utan almenna samtalsráðgjöf og/eða HAM þá er reglubundin hreyfing, sér í lagi hiit æfingar (high intensity interval training) alveg kjörin leið til að fá bót sinna mála. Við erfiða lotuþjálfun framleiðir líkaminn alveg sérlega mikið af endorfíni en skortur á því er oft stór áhrifavaldur í þunglyndi. Þó þarf að vanda til verka og kona sem nýbúin er að eignast barn má ekki fara of geyst í æfingar, það þarf að trappa sig upp. Góðar teygjur hjálpa líka til og að sjálfsögðu mataræðið. Ég segi við alla sem finna fyrir depurð og kvíða að taka út hvítan sykur og áfengi. Fjölvítamín, omega 3 og niacin (B3 vítamín) hjálpar líka til við ná jafnvægi á líkama og sál.

Spurning:

Gætir þú gefið einhver góð ráð fyrir hjón 67+ sem myndu vilja prófa hreyfingu í líkamsræktarstöð? Þau eru ágætlega dugleg nú þegar að fara í göngutúra og sund. Hvað erum við til dæmis að tala um mikið og flókið prógram (hve oft í viku, hve langir tímar?) Bestu þakkir.

World Class ráðgjafar svara:

Sko allt er betra en ekkert, það þarf ekki nema 2-3 skipti í viku, 60 mín í senn í létta hreyfingu en á móti göngutúrunum og sundinu, best er að stunda einhverja líkamsrækt á hverjum degi, ekki síst eldri borgarar, þeir þurfa á því að halda og hafa yfirleitt nægan tíma. Byrja á upphitun, taka svo léttar liðleika- og jafnvægisæfingar. Þá smá lotu í úthaldsþjálfun og í framhaldinu styrktarþjálfun og síðan góðar teygjur á eftir. Mjög æskilegt er að leita til fagfólks þegar farið er af stað. Hafa samband við þjálfara og allt lagt á borðið, líkamsástand, fyrri þjálfun, markmið og þess háttar. Þannig verða mestar líkur á árangri. Fá s.s leiðsögn og æfingaáætlun til að koma sér af stað.

Spurning:

Sæll Víðir, getur þú skoðað þessa spurningu aukalega: Hvernig best er að bregðast við tognun í ökkla?

World Class ráðgjafar svara:

Hæ það fer aðeins eftir hvers eðlis tognunin er. Líklega er þetta hyperinversion eins og það kallast þegar lent er eftir stökk eða við misstig og farið er í yfirfettu á jarka, stundum getur teygist á liðböndum við slíkt og þau jafnvel slitnað og þá þarf að hafa samband við lækni og í framhaldinu sjúkraþjálfara. En almenna reglan hvað varðar ökklatognun er Rice:

R-Relax: hvíla ökklann, reyna að stíga sem minnst í hann.

I-ice, kæla, ekki lengur en 20 mín samt í einu.

C-compression, teygjuband eða vafningur til að halda utan um liðinn

E-elevation, sofa með hækkun undir fótinn upp á að minna blóðflæði fari um svæðið.

Prófa sig svo áfram, að stíga í fótinn, gera hringhreyfingar um liðinn og sjá hvort allt sé ekki á réttri leið.

Spurning:

Sæll Víðir og takk fyrir góðan pistil. En er hluti vandans ekki fólginn í því að læknar eru um of að skrifa út lyf fyrir fólk, áður en aðrir hlutir eru reyndir? Snýst þín gagnrýni ekki að þessu fyrst og fremst? 

World Class ráðgjafar svarar:

Hæ og kærar þakkir. Jú það er hluti vandans. Læknar vilja auðvitað fólki það besta en þeirra sérþekking felst í meðhöndlum með lyfjum. Það á alls ekki við um alla en samkvæmt heimildum fjölda fólks sem ég hef talað við er lyfjagjöf yfirleitt fyrsta úrræðið. Málið er að fólki líður illa og læknirinn vill lina sárin og gerir það með ávísun á lyf. Málið er þó að lyfin deyfa oft bara einkennin en vinna ekki á rót vandans sem oft á tíðum er út af áföllum eða erfiðri æsku eða einhverju slíku. Þá þarf samtalsráðgjöf, NLP, ham og eitthvað í þeim dúr til að losa almennilega um sálartetrið. Hvað líkamsrækt varðar þá eykur líkaminn framleiðslu á á endorfíni sem er einskonar gleðiboðefni, þegar tekin er góð æfing,  fólki líður vel á eftir. Þess vegna ætti reglubundin hreyfing að vera lífsstíll en ekki bara tímabundið átak. Það sama gildir um fæðinu, sum matvæli eða s.s innihaldsefni einfaldlega veikja líkamann og valda vanlíðan. Þarna vil ég nefna sem dæmi áfengi og síðan hvítan sykur.

Það er í þróun fyrirkomulag innan velferðarráðuneytis um að læknar geti ávísað hreyfiseðlum í stað lyfseðla í einhverjum tilfellum, þetta er að einhverju leiti komið á laggirnar en aðeins í gegnum sjúkraþjálfara. Ég bind miklar vonir við að þetta verði mun meira notað þegar fram líða stundir enda hafa rannsóknir sýnt fram á betri árangur hreyfingar en lyfja er varðar margvíslega lífsstílssjúkdóma.

Víðir Þór Þrastarson, íþrótta- og heilsufræðingur hjá World Class