Bráðaofnæmi - hvað er til ráða?
Bráðaofnæmi er lífshættuleg ofnæmisviðbrögð sem leiða til öndunarerfiðleika, meðvitundarleysis og jafnvel dauða ef ekki er brugðist skjótt við. Einkenni koma yfirleitt fram nokkrum mínútum eftir að viðkomandi hefur orðið fyrirofnæmisvakanum.
Efni sem geta valdið bráðaofnæmi
· Lyf s.s. sýklalyf og bólgueyðandi gigtarlyf.
· Matur s.s. skelfiskur, hnetur, jarðarber og egg.
· Skordýrabit eða stungur.
Frjókorn og aðrir ofnæmisvakar sem andað er inn valda sjaldan bráðaofnæmi.
Einkenni
Einkenni bráðaofnæmis koma oft fram nokkrum mínútum eða jafnvel sekúndum eftir að líkaminn verður fyrir ofnæmisvakanum og byrja oft með hitatilfinningu í likamanum,kláði eða dofi við munn og rauð útbrot og kláði. Helstu einkenni eru:
Húð
Dofi eða kláði í lófum,iljum og kringum varir
Bólga í slímhúð, tungu, munni eða nefi.
Útbrot
Roði,þroti kringum augu
Öndunarfæri
Blámi í kringum varir og munn
Kláði og þrenginar í hálsi eða koki
Þurr hósti,breytingar á rödd,hæsi
Öndunarerfiðleikar, andnauð
Hjarta-og æðakerfið
Blóðþrýstingsfall
Yfirliðstilfinning
Hraður hjartsláttur
Melting
Ógleði og kviðverkir
Bráðaofnæmi er lífshættulegt ástand og því þarf að bregðast skjótt við.
Hvað gerirðu?
· Hringdu undantekningalaust í Neyðarlínuna 112.
· Fjarlægðu ofnæmisvald ef hægt er.
· Aðstoðaðu við notkun adrenalínpenna ef viðkomandi á slíkan.
· Fylgstu með meðvitund og öndun.
Heimild: doktor.is