"Ég er" hefur gefið út Meðvirknikver
Það er með mikilli gleði sem við færum fréttir af því að "Ég er" hefur gefið út Meðvirknikver.
Það er með mikilli gleði sem við færum fréttir af því að "Ég er" hefur gefið út Meðvirknikver.
Kverið er byggt á Mag.theol ritgerð Díönu Óskar og áralangri aðkomu hennar að ráðgjöf og fræðslu um meðvirkni. Hér setur hún fram á einfaldan og kjarnyrtan hátt aðalatriði meðvirkni.
Kverið er hugsað til daglegrar íhugunar fyrir þau sem eru að viðhalda bata frá meðvirkni og vilja geta flett upp hugtökum til áminningar og til þess að staðsetja sig dag hvern.
Kverið er einnig hugsað fyrir þau sem eru að að stíga sín fyrstu skref og vilja kynna sér hvað meðvirkni er.
Kverið ber nafn hinna vinsælu námskeiða Vertu þín besta vinkona og kostar 1980.- en er á tilboðsverði fram til mánaðarmóta á 1500.-
Hægt er að panta kverið með því að senda póst á namskeidin@gmail.com