Einelti - úrræði og forvarnir
Hvaða úrræði er hægt að nota gegn einelti?
Morgunverðarfundur samstarfshópsins Náum áttum verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík miðvikudaginn 15. apríl kl. 8:15 - 10:00.
Yfirskrift fundarins er: Einelti - úrræði og forvarnir
Frummælendur eru:
- Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði
- Páll Óskar Hjálmtýsson og Magnús Stefánsson, verkefnastjórar hjá Maríta fræðslunni
- Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum - Save the children á Íslandi
Að erindum loknum verður tími fyrir fyrirspurnir.
Sjá nánar: Náum áttum 15. apríl 2015. Dagskrá (PDF)
Þátttökugjald er 2.400 kr. (þarf að staðgreiða) og er morgunverður innifalinn. Skráning er á www.naumattum.is
Rafn M. Jónsson
Salbjörg Bjarnadóttir
verkefnisstjórar