Eintóm gleði
Hressum upp á efnaskipti líkamans, kætum hormónana okkar og komum heilbrigðar inn í sumarið.
Ljúf og fróðleg vortiltekt fyrir líkama og sál.
Hvernig lýsir Eintóm Gleði sér? Það er væntanlega einstaklingsbundið, en eitt er ég algerlega viss um að til þess að vera í eintómri gleði þurfum við að vera í góðu jafnvægi.
Sem þýðir t.d að það sé gott jafnvægi á andlegri og líkamlegri næringu, hreyfingu og svefni. Þegar þessir hlutir eru í lagi þá eru hormónarnir okkar yfirleitt ánægðir og við upplifum eintóma gleði.
Nú segir dagatalið að sumarið sé komið, þá er gott að hressa upp á efnaskipti líkamans og létta á líkamskerfunum og taka svolítið til fyrir sumarfríið.
Langar þig að verða partur af þessum lokaða fésbókar hópi sem fer af stað 6.maí fram til 31.maí ?
Námskeiðið er ætlað konum á öllum aldri og stuðlar að því að þátttakandinn standi uppi fróðari og sáttari við sig og sinn líkama, fjölskylda þátttakandans mun einnig njóta góðs af.
Hvernig virkar skráningin?
Kannski viltu vita meira um námskeiðið áður en þú skráir þig, sendu mér línu og ég svara þér um hæl með nánari lýsingu á námskeiðinu. elisabet@pt.lu / eða fésbókar innhólfið.
Þegar þú hefur tilkynnt mér um þátttöku þína, með því að senda mér skilaboð á fésbókar innhólfið (Elísabet Anna Finnbogadóttir) og greitt 11.000kr þáttökugjald inn á uppgefin reikning mun ég bæta þér í fésbókar hópinn:
´´Eintóm gleði´´
Kt: 130972-5789 Reikn: 130-15-383927
Þetta er algerlega lokaður hópur sem er eingöngu ætlaður þessu námsskeiði.
Ég hlakka til að heyra frá þér.
Kærleikskveðjur,
Elísabet Anna Finnbogadóttir
Heilsumarkþjálfi, Raya Yoga, Ayurveda og Yoga Heimspeki
Instagram: elisabetaf
Snapchat: elisabetanna
og á Facebook HÉR.