Fara í efni

Ekki er allt „gull“ sem glóir

Samkeppnis og neytendamálastofnun Ástralíu fór í mál við fyrirtækið Homeopathy Plus árið 2013 vegna auglýsingar fyrirtækisins.
Ekki er allt „gull“ sem glóir

Samkeppnis og neytendamálastofnun Ástralíu fór í mál við fyrirtækið Homeopathy Plus árið 2013 vegna auglýsingar fyrirtækisins.

Homeopathy Plus auglýsti hómópata meðferð gegn kíghósta og sagði það vera raunverulegan kost til að meðhöndla kíghósta.

Stofn­an­ir sem fylgj­ast með aug­lýs­ing­um fyr­ir heilsu­tengd­ar vör­ur fóru fram á að full­yrðing­arn­ar sem sett­ar voru fram í aug­lýs­ing­un­um væru dregn­ar til baka en fyr­ir­tækið hafnaði því.

Málið fór fyr­ir dóm og var niðurstaðan sú að bólu­efnið væri ár­ang­urs­rík leið til að vernda um­tals­verðan meiri­hluta fólks fyr­ir kíg­hósta. Í dómn­um kom einnig fram að full­yrðing­ar sem fyr­ir­tækið setti fram um að remedí­ur hómópata gætu gagn­ast til að koma í veg fyr­ir kíg­hósta­smit væru vill­andi eða blekkj­andi.

Ákvörðun um refs­ingu eða lög­bann verður tek­in í fe­brú­ar næst komandi.

Hefðbundn­ar bólu­setn­ing­ar eru hins veg­ar gagn­rýnd­ar með al­menn­um orðum og því haldið fram að hómópatía geti gagn­ast til að koma í veg fyr­ir malaríu, bein­bruna­sótt, jap­anska heila­bólgu, mjógyrma­sýki og heila­sótt.

Frétt birtist á vef mbl.is og er hluti af henni fenginn lánaður þaðan.