Kari Steinn Karlsson
Fullt nafn: Kári Steinn Karlsson
Aldur: 27 ára
Starf: Verkefnastjóri hjá Icelandair og Maraþonhlaupari
Maki: Aldís Arnardóttir (kærasta)
Börn: Engin
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „járnkarl“: Þríþraut.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum: Mjólk, egg og skyr.
Hvaða töfralausn trúir þú á? ; Engar.
Ef þú værir staddur/stödd á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án: Farartækis sem kæmi mér örugglega heim af eyjunni.
Hver er þinn uppáhaldsmatur?: Á alltaf erfitt með að segja þetta en franska kartöflur hafa alltaf skipað sérstakan sess í mínu lífi.
Hvort borðar þú brúnan eða hvítan sykur ?: Alveg sama, spái ekkert í því.
Hvað æfir þú oft í viku: 10-13 sinnum.
Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú?: Hamborgari og franskar og ótakmarkað magn af súkkulaði í eftirmat.
Hvað er erfið æfing í þínum huga?: Æfingar þar sem ég þarf að leggja mig 100% fram og allt þarf að ganga upp til að ég komist í gegnum æfinguna eins og áætlun sagði til um.
Hvað segir þú við sjálfan/sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni ?: Segi og hugsa sem minnst, bara veð strax í verkefnið af fullum krafti.
Þegar þú liggur andvaka, hvað hugsar þú um?: Fjandinn að geta ekki sofnað.
Hvernig líta „kósífötin“ þín út ?: Bómullarpeysa, náttbuxur og þykkir og mjúkir sokkar.
Þegar þú færð þér skyndibita hvað færð þú þér oftast ?: Saffran og serrano ef skyndibita skyldi kalla.