Er þetta ein besta leiðin til að koma í veg fyrir harðsperrur?
Ef þú bætir þessu í drykkinn sem þú drekkur meðan á æfingum stendur þá ættir þú að ná þér miklu fyrr af harðsperrum og aumum vöðvum.
Að bæta auka kílómetra á hlaupin eða auka þyngd á lóðin máttu búast við að finna brunann frá harðsperrum daginn eftir. En þú þarft ekki að hræðast þessi eymsli lengur.
Samkvæmt rannsókn sem var birt í Journal of Agricultural and Food Chemistry að þá er Vatnsmelónusafi sá drykkur sem getur hjálpað þér að minnka harðsperrur og eymsli í vöðvum.
Í þessar rannsókn voru fengnir 7 karlmenn og voru þeir látnir hjóla þrjár mismunandi lengdir á þremur dögum.Af tveim af þessum dögum voru þeir látnir drekka Vatnsmelónusafa klukkutíma áður en þeir byrjuðu. Á þriðja degi fengu þeir svo bleikan drykk sem innihélt ekki Vatnsmelónusafa, en þeir vissu það ekki.
Sólarhring eftir æfingarnar þá kvörtuðu margir yfir aumum vöðvum en þeir voru mun minni þá daga sem þeir fengu Vatnsmelónusafann.
En hvað er það við Vatnsmelónusafa sem dregur úr aumum vöðvum og harðsperrum?
Vatnsmelónur innihalda aminosýru sem heitir L-citrulline og þessi sýra eykur blóðflæðið, þannig að drekka þennan safa hjálpar vöðvum að fá meira súrefni sem gerir það að verkum að þeir vinna betur og hraðar úr álagi á líkamann. Þetta segir höfundur rannsóknarinnar, Encarna Aguayo prófessor við Technical University of Cartagena.
Ertu orðin þyrst(ur) ?
Skelltu Vatnsmelónubitum í blandarann og gerðu þinn eigin djús. Til að fá sem mest út úr þessu skaltu drekka a.m.k tvö glös af Vatnsmelónusafanum áður en þú byrjar að æfa.
Það sakar ekki að prufa, rétt?
Skemmtilegur fróðleikur fyrir alla sem eru að æfa.
Grein fengin af womenshealthmag.com