Eru aldrei veik og verða 120 ára – Hvert er leyndarmálið á bak við góða heilsu og langlífi?
Þau lifa lengst allra í heimi og líf þeirra er ólíkt því sem við eigum að venjast.
Þetta fólk kallar sig Hunza og þau búa í Himalaya-fjöllum, nánar tiltekið í nyrsta hluta Indlands við landamæri Kína, Kasmír og Afganistan. Íbúafjöldinn telur ekki nema 30.000 manns
Geta orðið 160 ára
Þau lifa einangrað og afskipt frá heiminum. Engu að síður eru þau sögð hamingjusamasta fólk í heimi. Þá eru þau talin þau allra heilbrigðustu og langflífustu á jörðinni.
Það þykir ekkert tiltökumál að verða 100 ára enda getur þetta fólk vænst þess að verða 130 ára og jafnvel 160 ára. Og það er ekkert óalgengt að níræðir karlmenn geti börn og að konurnar fæði börnin 65 ára gamlar. En konurnar eru víst afar unglegar og er sagt að 80 ára Hunza kona líti jafn vel út og 40 ára kona í okkar samfélagi – og er þá miðað við konu sem lítur vel út og er í góðu formi.
Hunza fólkið verður ekki heldur veikt og það hefur ómælda orku og úthald.
En hvað er það sem þau gera og hvert er leyndarmálið?
Nokkrir mikilvægir þættir
Já, þau vita greinilega eitthvað sem við vitum ekki. En málið er samt að það er ekki eitthvað eitt sérstakt sem þau gera heldur eru það nokkrir þættir sem spila þarna inn í.
1. Þau lifa heilbrigðu lífi og þótt þau vinni mikið er stressið samt ekki að drepa þau. Allt er gert á eðlilegum hraða og mikil áhersla er lögð á hvíld – og þau vita hvenær hvíldar er þörf og keyra sig því ekki út.
2. Þessir einstaklingar efast ekki um sjálfa sig né það að mistakast. Þetta er eitthvað sem þau þekkja ekki.
3. Þau lifa í núinu og hafa ekki áhyggjur af framtíðinni. Og þau eru full af visku og með mikla hugarró.
4. Þau rækta sína eigin fæðu og borða ekki unnar matvörur. Uppistaðan í því sem þau neyta er grænmeti, ávextir, jurtir, hnetur, korn, ostar, mjólk og egg. . .LESA MEIRA